Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 71
HEILBRIGÐISMÁL
69
frá Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnuninni.
Með notkun DDT hefur í all-
mörg ár tekizt að halda mala-
ríunni niðri og sumsstaðar út-
rýma henni alveg. En nú blasir
við sá vandi, að sumsstaðar er
farið að bera á því, að mýflug-
urnar, sem bera malaríuna, eru
orðnar ónæmar fyrir DDT. Al-
þjóðaheilbrigðisstofnunin hefur
því hert á baráttunni gegn
malaríunni undanfarin ár í því
skyni að útrýma henni alveg
um allan þeim á meðan það er
hægt með þeim tækjum sem nú
eru tiltæk. Evrópa er nú, eins
og áður segir, næstum malaríu-
frí. Á hinn bóginn er hún enn
plága í Austurlöndum nær og
Vesturafríku, þar á meðal Ara-
bíuskaga.
Lyf tii að fyrirbyggja
hjartasjúkdóma ?
Sítósteról — unnið úr jurta-
feiti — getur ef til vill reynzt
gagnlegt lyf til þess að koma
í veg fyrir hjartasjúkdóma.
Tuttugu sjúklingar hafa um all-
langt skeið tekið þetta lyf fyrir
hverja máltíð, og það hefur
komið í ljós, að kólesterólmagn-
ið í blóði þeirra minnkaði eftir
máltíðina.
Kólesteról er fituefni, sem
menn ætla að eigi sök á þrengsl-
um og stundum stíflu í krans-
æðum hjartans.
Sítósteról er skylt kólesteról,
en síast ekki gegnum þarma-
veggina inn í blóðið. Aftur á
móti getur það tekið með sér
nokkuð af kólesterólinu í matn-
um og líkamanum, burt úr lík-
amanum.
Tíminn og nákvæmari rann-
sóknir munu leiða í Ijós hvort
lyf þetta muni í raun og veru
draga úr hættunni á æða-
þrengslum eða æðastíflu í
hjarta.
Vœntanlegar nýjungar.
IJr „English Digest..“
Ný myrídavéi.
Áhugaljósmyndarinn mun í
framtíðinni ekki þurfa að hafa
áhyggjur út af lýsingu mynd-
arinnar. Ný Ijósmyndavél er nú
að koma á markaðinn í Bret-
landi og stillir hún sig sjálf
eftir því hvernig lýsingin er.
Hið eina sem gera þarf er að
vinda upp vélina, setja í hana
filmuna og þrýsta á hnapp.
Rafauga mælir ljósmagnið, sem
myndin þarf og sendir boð til
rafmótors, sem er innbyggður
í myndavélina og stillir hana.