Úrval - 01.12.1956, Side 23

Úrval - 01.12.1956, Side 23
AÐ ÖÐLAST NÝTT LÝF 21 ákveða hvað gera skyldi við hann. Það var sízt að undra þótt svitinn bogaði af mér og ég yrði að strjúka af augum mér með handabakinu til þess að geta séð. Að lokum var allt draslið komið út, og ryk og skítur, sem orðið hafði eftir þegar ég tíndi upp ruslið, var komið í eina hrúgu á gólfinu. Þegar ég hafði borið það út, fór ég að sækja frú Ruffner. „Nú er ég búinn,“ sagði ég. Hún lagði frá sér pennann og kom út til að líta á handarverk mitt. Ég tvísté órólegur með- an hún litaðist þögul um í skemmunni. En mér kom á óvart þegar hún sagði: „Þetta er betra, en þó er enn ýmislegt eftir. Þú hefur ekki snert við kóngulóarvef unum. ‘ ‘ Ég leit upp og gapti af undr- un. Það var rétt — þarna héngu þeir í löngum sveigum niður úr loftinu. Það hafði ekki hvarflað að mér að líta upp í loftið. „Og hvað segirðu um gluggann ? Sæktu vatn í fötu til að þvo hann. Hérna eru nokkrar hreinar tuskur. Þú kemst ekki hjá að marg þvo þennan glugga.“ Hún fór aftur inn í húsið, og ég stóð skjálfandi eftir. I huga mér voru svo margar nýj- ar hugsanir, að erfitt var að henda reiður á þær. Ég hafði ekki einu sinni tekið eftir því, að gluggi væri á skemmunni; ryk og húsaskúm byrgði hann næstum alveg. Ég hafði aldrei fyrr haft nein afskipti af rúðu úr gleri. f kofunum, sem ég hafði átt heima í, voru glugg- arnir ekki annað en göt, sem söguð voru í tréveggina. í þriðja sinn tók ég til við verk mitt og svitinn bogaði af andliti mér. Kannski fengi ég ekki vinnu hjá henni. Þá kæm- ist ég ekki í Hamptonstofnun- ina, Ef ég gæti nú aldrei lært að skilja hvernig hún vildi láta vinna verkin, hvað þá? Ég beit á jaxlinn og byrjaði enn að moka út úr bannsettri skemm- unni! Öðru hvoru staldraði ég við, stóð grafkyrr og skoðaði skemmuna nákvæmar en ég hafði nokkurn tíma skoðað nokkurn hlut áður. Ég held ég hafi aldrei síðan þráð jafn ákaft að leysa verk vel af hendi og í þetta skipti. Að lokum fannst mér að nú væri verkinu lokið. Ég horfði upp í skemmurjáfrið; sperrurn- ar voru ekki aðeins lausa,r við alla kóngulóarvefi, heldur einn- ig ailt ryk. Gólfið var vandlega sópað; hvergi sást tréspónn, spotti eða glerbrot. Meðfram veggjunum voru hlaðar af eldi- viði. Og glugginn! Ég hafði lireinsað hann fimm sinnum. Rúðan var spegilfögur og sólar- ljósið flæddi inn um hana. Éldiviðarskemman var orðin að lierbergi. í mínum augum var hún hreinasta stássstofa. Ég var hreykinn. Ég hafði aldrei fyrr verið hreykinn af neinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.