Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 23
AÐ ÖÐLAST NÝTT LÝF
21
ákveða hvað gera skyldi við
hann. Það var sízt að undra þótt
svitinn bogaði af mér og ég
yrði að strjúka af augum mér
með handabakinu til þess að
geta séð.
Að lokum var allt draslið
komið út, og ryk og skítur,
sem orðið hafði eftir þegar ég
tíndi upp ruslið, var komið í
eina hrúgu á gólfinu. Þegar ég
hafði borið það út, fór ég að
sækja frú Ruffner. „Nú er ég
búinn,“ sagði ég.
Hún lagði frá sér pennann og
kom út til að líta á handarverk
mitt. Ég tvísté órólegur með-
an hún litaðist þögul um í
skemmunni. En mér kom á
óvart þegar hún sagði: „Þetta
er betra, en þó er enn ýmislegt
eftir. Þú hefur ekki snert við
kóngulóarvef unum. ‘ ‘
Ég leit upp og gapti af undr-
un. Það var rétt — þarna héngu
þeir í löngum sveigum niður
úr loftinu. Það hafði ekki
hvarflað að mér að líta upp í
loftið. „Og hvað segirðu um
gluggann ? Sæktu vatn í fötu
til að þvo hann. Hérna eru
nokkrar hreinar tuskur. Þú
kemst ekki hjá að marg þvo
þennan glugga.“
Hún fór aftur inn í húsið,
og ég stóð skjálfandi eftir. I
huga mér voru svo margar nýj-
ar hugsanir, að erfitt var að
henda reiður á þær. Ég hafði
ekki einu sinni tekið eftir því,
að gluggi væri á skemmunni;
ryk og húsaskúm byrgði hann
næstum alveg. Ég hafði aldrei
fyrr haft nein afskipti af rúðu
úr gleri. f kofunum, sem ég
hafði átt heima í, voru glugg-
arnir ekki annað en göt, sem
söguð voru í tréveggina.
í þriðja sinn tók ég til við
verk mitt og svitinn bogaði af
andliti mér. Kannski fengi ég
ekki vinnu hjá henni. Þá kæm-
ist ég ekki í Hamptonstofnun-
ina, Ef ég gæti nú aldrei lært
að skilja hvernig hún vildi láta
vinna verkin, hvað þá? Ég beit
á jaxlinn og byrjaði enn að
moka út úr bannsettri skemm-
unni! Öðru hvoru staldraði ég
við, stóð grafkyrr og skoðaði
skemmuna nákvæmar en ég
hafði nokkurn tíma skoðað
nokkurn hlut áður. Ég held ég
hafi aldrei síðan þráð jafn
ákaft að leysa verk vel af
hendi og í þetta skipti.
Að lokum fannst mér að nú
væri verkinu lokið. Ég horfði
upp í skemmurjáfrið; sperrurn-
ar voru ekki aðeins lausa,r við
alla kóngulóarvefi, heldur einn-
ig ailt ryk. Gólfið var vandlega
sópað; hvergi sást tréspónn,
spotti eða glerbrot. Meðfram
veggjunum voru hlaðar af eldi-
viði. Og glugginn! Ég hafði
lireinsað hann fimm sinnum.
Rúðan var spegilfögur og sólar-
ljósið flæddi inn um hana.
Éldiviðarskemman var orðin að
lierbergi. í mínum augum var
hún hreinasta stássstofa. Ég
var hreykinn. Ég hafði aldrei
fyrr verið hreykinn af neinu