Úrval - 01.12.1956, Side 12
ÚRVAL
10
En þeir gleyma einum mikl-
um guði, þeim guði sem heitir
umburðarlyndi. Lofum fólkinu
að vera sitt með hverju móti,
svo að ekki glatist sú auðlegð
mannlegs anda, sem skapaði
pýramíðana, Quetzalcoastlmust-
erið, Borobudur, mínaretturnar
í Mekka og dómkirkjuna í
Chartres. Einn býr í skýja-
kljúf úr steini og stáli, annar
í húsi úr brenndum leir, þriðji
í tjaldi úr geitarull, fjórði í
bambuskofa með troðnu mold-
argólfi, fimmti í hreysi úr
hlöðnum steinum. En allar
standa þessar vistarverur á
einni og sömu jörðinni, sem læt-
ur oss í té hrísgrjón eða sagó-
grjón, korn eða ávexti, hverjum
og einum eftir því hvar hann
býr. Landamæri föðurlands
vors eru aðeins bióðugt yfir-
vai’p; hið sanna föðurland vort,
iiinn eini lífgjafi vor er móðir
jörð. Og vér eigum aðeins ein
landamæri sameiginleg, landa-
mæri, sem vér getum ekki rof-
ið; landamærin milli lífs og
dauða. Allir menn hljóta að
deyja. Maðurinn er í senn sterk-
ur og veikur. Hann lofsyngur
sólaruppkomuna, og kvöldroði
sama dags roðar í hinsta sinn
slokknuð augu hans. Sorg mun
ætíð verða til; og meðan menn
eru í lífi mun orðið ,,harmur“
hljóma tregasollið á ótal tung-
um. Sjúkdómar munu ætíð
verða til, því þegar þeir sem
nú eru þekktir hafa verið upp-
rættir, munu aðrir óþekktir
koma í staðinn.
En sá sjúkdómur, sem nefn-
ist stríð, kallar maðurinn sjálf-
ur yfir sig. öldum saman var
stríð mikið böl; nú boðar það
dauða hundruð milljóna manna
og sjúkdóma og hörmungar fyr-
ir þá sem eftir lifa. Hinir
dauðu deila ekki; á strönd
dauðans ríkir eilífur friður. En
er það sá friður, sem vér
sækjumst eftir? Vér stöndum í
dag frammi fyrir vali, sem ekki
verður umflúið. Vér verðum að
gerast þegnar hins mikla ríkis,
sem nefnist jarðríki — að
öðrum kosti verður jörðin að
draugaskipi, sem siglir með
dautt eða deyjandi mannkyn
innanborðs hina mörkuðu braut
sína gegnum geiminn. Maður-
inn er undur jarðar. Því að af
öllum lifandi verum hefur mað-
urinn einn megnað að breyta
jörðinni og gera náttúruna sér
undirgefna í krafti skapandi
vilja síns. Maðurinn hefur sí-
fellt verið að vinna góðverk, en
jafnframt illvirki. Hið góða og
hið illa hefur alltaf fylgzt að;
samt hefur allt hið illa ekki
megnað að gera hið góða að
engu. En ef vitstola Kain nú-
tímans vegur Abel bróður sinn,
hittir kylfa hans allt mannkyn-
ið. Kjarnorkan, sem er sjálfur
sköpunarkrafturinn, verður að-
eins notuð annað hvort til
góðs eða ills; hún getur ekki
þjónað hvorutveggja. Það er
hið örlagaríka val, sem vér