Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 68
66
ÚRVAL
börnin voru til húsa í sérstakri
byggingu.
Eg spurði húsbóndann, hvers
vegna hann hefði kvænzt svona
mörgum konum. Hann sagði:
„Ég þarf að hafa margt kven-
fólk. Það er mikið að gera hér
— og mér þykir líka gaman að
börnum.“
Enda þótt við hjónin kynnt-
umst mörgu fólki, sem iðkaði
fjölkvæni, gátum við aldrei
fellt okkur við þennan sið.
Foo sagði, að þetta kynni að
stafa. af því, að Vesturlanda-
menn væru meiri hræsnarar á
þessu sviði en Asíubúar. „Við
viðnrkennum þá líffræðilegu
staðreynd,11 sagði Foo, ,,að karl-
maðurinn er ekki skapaður til
að vera einnar konu maður allt
sitt líf.
Við giftumst mörgum kon-
um, önnumst þær og börn þeirra
og veitum þeim sómasamlega
stöðu í þjóðfélaginu. Við
tryggjum líka afkomuöryggi
þeirra. Þið Vesturlandamenn
skiljið við konuna ykkar áður
en þið fáið ykkur nýja, eða þið
búið með fyrri konunni —
fremur af blygðun en ábyrgðar-
tilfinningu — og takið ykkur
svo heilan hóp af hjákonum.
Ég held, að öllu athuguðu, að
okkar aðferð sé heiðarlegri.“
T'réttir af heilbrigðismálum
'vfffsveg'ar aff úr heiminum.
Heilbrigðismál.
IJr ,,Doktor“.
„Sko, nú misstirðu hana . . .“
Busch prófessor, kunnasti
heilaskurðlæknir í Danmörku,
flutti nýlega fyrirlestur við
læknadeild Kaupmannahafnar-
háskóla. Læknablaðið „Medic-
insk forum“ birti síðan ræðuna.
Dr. Busch talaði um heilann.
Hann sagði meðal annars frá
•eftirfarandi atviki:
„Eitt sinn á árunum fyrir
heimsstyrjöldina síðari gerðum
við heilaskurð á sjúklingi með
flogaveiki sem afleiðingu af
meiðslum. Að þeirra tíma
sið var sjúklingurinn stað-
deyfður.
Sjúklingurinn talaði stöðugt
við okkur á meðan á aðgerð-
inni stóð, og eitt sinn þegar
við örvuðum blett í heilanum
með rafstramni, kvaðst hann