Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 18

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 18
16 ÚRVAL væntumþykju. Það eru tilfinn- ingatengslin, sem mestu máli skipta. Enginn getur sagt, að þau hafi ekki verið til áður fyrr. En þau voru ekki ein að að verki eins og nú. Hið margþvælda og mikils til ofnotaða orð ást mætti kannski nota um þessar tilfinningar. En með því er ekki einungis átt við ástríðuna, hrifninguna. Það er svo margt annað sem ástin fel- ur í sér: gagnkvæma virðingu og samhug, löngun og þörf á að tengjast náið þeim sem mað- ur elskar. Það sem gerzt hefur, er að við rannsóknir á vanda- málum fjölskyldunnar hafa menn uppgötvað einmitt þessa þætti fjölskyldulífsins. Menn hafa einnig uppgötvað, að þess- ar nýju aðstæður gera meiri kröfur um tilfinningaþroska einstaklingsins en hjónabönd áður fyrr. Það krefst hæfileika til aðlögunar, ekki aðeins hæfi- leika hjónanna til að laga sig hvort að öðru, heldur einnig barnanna, og í sambúð foreldra og barna. Vér gerum oss títt í hugar- lund, að tilfinningar vorar í garð hvors annars séu óum- breytanlegar. Þær tilfinningar, sem vakna við fyrstu kynni höldum vér að verði ævarandi. Þegar vér uppgötvum síðar, að oss hefur skjátlast, höldum vér að ástin sé dauð. En allir menn þroskast, ekki aðeins í æsku, heldur 'einnig sem fullorðnir, já, jafnvel á miðjum aldri og í ellinni. Hver dagur flytur með sér nýja reynslu, ný kynni, sem orka á tilfinningalíf vort. Inn- an fjölskyldunnar á sér stað stöðug þróun. Og það eru ekki •ðeins ytri aðstæður, sem breytast, heldur einnig hinn innri veruleiki. Tilfinningar ein- staklinganna í fjölskyldunni í garð hvers annars breytast. Án efa gerir þetta auknar kröfur um tilfinningaþroska hjónanna. Þau verða að sýna hvort öðru umburðarlyndi og unna hvoru öðru þess að broskast og breyt- ast. Hjón, sem uppgötva hve mikilvægt þetta er, munu sann- reyna, að það styrkir og dýpkar tilfinningar þeirra hvors til annars. Fjölskylda nútímans hefur kannski einnig uppgötvað ann- að, sem ekki liggur eins í augum uppi. Kona, sem vinnur úti, öðlast á nýjan hátt vitund um efnahagslegt og félagslegt sjálf- stæði. Hjón, sem hafa ólík á- hugamál og eiga að baka sér ó- líkan þroskaferil, kynnast stundum þessari vitund um sjálfstæði hvort gagnvart öðru. En oft uppgötva þau samtímis, að í sjálfri sambúðinni eru einnig mikil verðmæti fólgin. Þau finna kannski, að þeim er ekki lífsnauðsyn að lifa saman, en þau gera það eigi að síður. Það mætti orða þetta þannig, að samheldni fjölskyldunnar byggist ekki leng-ur á þvingun, heldur frelsi. Um leið öðlast sambúðin nýtt gildi og nýja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.