Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 13
ÞÚ HEFUR FRAMTÍÐINA 1 HÖNDUM ÞÉR!
11
getum ekki, nú í fyrsta skipti
frá því jörðin varð til, varpað á
herðar komandi kynslóðum.
Kjarnorkan er vogarskálin,
sem mannkynið er nú vegið á.
Skaparinn hefur hér leikið á oss.
Hann gaf oss frjálsan vilja til
að velja á milli góðs og ills. I
árþúsundir höfum vér skotið
oss undan því vali. En nú erum
vér fangar þess á sama hátt og
vér erum fangar lofts og lífs.
Aðeins með einu móti getum
vér skotið oss undan því —
með sjálfsmorði.
Manninum er allt gefið •—
nema að skilja meðbræður sína
og sættast við þá. En við biðj-
um ekki einu sinni um skilning.
Sál mannsins er margbrotnari
og leyndardómsfyllri en kjarn-
orkan. Fyrr munu eldfjöll
frjósa, en maður skilji mann
— hvað þá heldur að þjóð skilji
þjóð. Vér getum aldrei lært að
skilja hvort annað með skyn-
seminni, heldur aðeins með
hjartanu. Þjóðirnar eiga um-
fram allt að halda sérkennum
sínum á sama hátt og fuglarn-
ir og blómin. En þær verða að
sættast hver við aðra af lotn-
ingu fyrir lífinu.
Hér er stórt orð mælt af mik-
ílli rósemi, eins og skáldið
sagði. En vandamálið allt er nú
með skelfilegum hætti orðið
einfalt. Ef þjóðirnar vilja það
ekki, þá er dauðinn þeirra eini
úrkostur. Nægilegar atóm- og
vetnissprengjur fyrir hundrað
þúsund Hiroshimaborgir eru til
reiðu. í blýhjúpum sínum djúpt
í jörðu liggja þær og bíða.
Oss er boðið að velja, hverju
og einu. Sá sem ekki upphef-
ur raust sína gegn þessum
tortímandi bölvald, kýs dauð-
ann, ekki aðeins sér til handa,
heldur oss öllum. 1 dag erum
vér öll Atlas; vér berum, hvert
og eitt, jörðina á herðum vor-
um. I ármilljónir hefur jörðin
runnið skeið sitt gegnum hin
tólf merki dýrahringsins. En
nú stendur hún í nýju merki,
sem hverja sekúndu af snún-
ingi hennar fylgir henni ár eft-
ir ár: í merki kjarnorkunnar.
Og í þessu merki eru allir íbú-
ar jarðarinnar í lífi og dauða
óumflýjanlega bundnir hver
öðrum. Því að þettá' er merki
allsnægtanna — eða merki tor-
tímingarinnar.
Sérhver maður verður að
velja milli lífs og dauða, milli
sjálfsmorðs og lotningar fyrir
lífinu.
FJÖLVERI — EÐA HVAÐ?
Á fæðing-ardeild einni var fest upp spjald í anddyilnu og'
stóð á því: „Heimsóknartimi kl. 15—16. Kl. 19.30—20.00 aðeins
fyrir eiginmenn. Aðeins tveim gestum leyft að heimsækja
hvern sjúkling."
Manchester Guardian.