Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 21
Af> ÖÐLAST NtTT LÝF
19
sjálfsdáðum. en ég hafði einnig
fengð svolitla kennslu í kvöld-
skóla fyrir negra. Dag nokkum
bárust mér fréttir, sem lýstu
upp í huga mér eins og fjarlægt
Ijós í niðdimmri kolanámu.
Eg frétti að til vær skóli fyrii
negra — Hamptonstofnunin
hét hann — þar sem kennt væri
annað og meira en aðeins iest-
ur. Jafníramt fékk ég veður af
því, að kona Ruffners hershöfð-
ingja væri frá Norðurríkjunum
þar sem fordómar í garð negra
væru ekki eins rótgrónir og í
Suðurríkjunum. Áður en hún
giftist hefði hún verið kenn-
ari í fyrstu negraskólunum í
Suðurríkjunum, og hún legðí
sig fram um að sjá þeim negr-
um sem unnu hjá henni fyrir
góðri menntun.
Það fylgdi einnig sögunni, að
hún væri ströng, og að enginn
gæti gert henni til hæfis; negra-
drengirnir sem ynnu hjá henni
væru svo hræddir við hana og
ættu svo erfitt með að gera
hana ánægða, að þeir væru
aldrei lengi í þjónustu hennar.
En launin voru 5 dollarar á
mánuði auk fæðis og húsnæð-
is. Og svo var vonin um, að hún
léti mig læra eitthvað meira.
Ég herti upp hugann og ákvað
að fara til hennar.
Þó að ég væri stór og sterk-
ur námudrengur, skalf ég frá
hvirfli til ilja þegar ég gekk á
fund hennar. Fjölskyldan var
nýflutt í gamalt hús, sem hafði
alllengi staðið autt. Ekki var
búið að koma fyrir húsgögm-
unum og í útihúsunum var allfc
í óreiðu. Frú Ruffner sat við
skriftir — skrifborðið var
planki, sem lagður var ofan á
tvær tunnur.
Stamandi skýrði ég henni frá
því, að ég væri kominn til að
sækja um vinnu. Hún sneri sér
við á stólnum og leit þögul á
mig. Enginn hafði nokkru sinni
horft þannig á mig fyrr — það
var eins og hún vildi á stund-
inni komast að því hvern manm
ég hefði að geyma. Eg man að
augu hennar voru skær og grá.
Svo sagði hún: „Við getuxn
revnt það. Það er eins gott þú
byrjir strax. Ég þarf að láta
hreinsa til í eldiviðarskemm-
unni,“
Eldiviðarskemman var dimm
og full af gömlu skrani og
óþverra; súran ódaun lagði af
skranhrúgunum á gólfinu. Frú
Ruffner sótti sóp, stakk fægi-
skóflu í hönd mér og sagði:
„Nú geturðu byrjað. Því sem
á að fleygja geturðu kastað út
á sorphauginn, við brennum
það seinna. Allt sem ekki get-
ur brunnið, svo sem glerbrot,
skaltu láta í tunnuna þarna.“
Svo fór hún.
Nú verðið þér að minnast
þess, að ég hafði aldrei á ævi
minni hreinsað til í herbergi.
En ég var vanur að gera það
sem mér var sagt, og það var
fastur ásetningiu- minn að læra
eitthvað. Ég byrjaði á því að
ryðja út því, sem allir gátu séð