Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 19
HVAÐA BREYTING ER AÐ VERÐA Á FJÖLSKYLDUNNI ?
17
rótfestu. Sú þróun í átt til sjálf-
stæðis, sem í fyrstu virtist
mundu leiða til þess, að hjónin
fjarlægðust æ meir hvort ann-
að, getur þannig orðið til að
styrkja samheldnina. Þau upp-
götva, að þau geta á heilbrigð-
an og nauðsynlegan hátt verið
háð hvort öðru.
Vegna þeirra breytinga, sem
tilfinningar einstaklinganna í
f jölskyldunni eru háðar, er þörf
á að gefa lífi og tilveru fjöl-
skyldunnar ríkara innihald og
traustari tilgang en vér nútíma-
menn erum almennt færir um.
Sá, sem telur sjálfsagt, að
leysa megi upp hjónabandið
hvenær sem er, byrjar að tala
um skilnað undir eins og til
smáágreinings eða árekstra
kemur. En sá, sem telur mest
um vert að varðveita hjóna-
bandið, reynir að finna lausn á
vandamálunum áður en hann
fer að tala um skilnað. Mönn-
um ber því að leggja allt kapp
á að treysta hið almenna við-
horf til fjölskyldunnar sem
starfhæfrar einingar í samfé-
laginu. Vér verðum að gera oss
ljóst, að átök og ósætti getur
kornið upp jafnvel í beztu hjóna-
böndum, án þess að til upplausn-
ar þurfi að koma. Samlíf hjón
getur sýkzt á sama hátt og
einstaklingurinn. Vér verðum
að reyna að bæta þau mein á
sama hátt og vér reynum að
bæta sjúkdóma, sem hrjá ein-
staklinginn. Til þess að þetia
megi takast, verður undir niðri
að vera vilji og löngun til að
bæta meinið. Nútímafjölskyld-
an á því tilveru sína mikið und-
ir því, að skilningur og fyrir-
gefning fá notið sín í því and-
rúmslofti, sem vér lifum í og
sækjum í hvatningu og styrk.
ERFIÐAR SÆTTIR.
Eftir nokkra mánaða trúlofun urðu þau alvarlega ósátt. Bæði
voru of stolt til þess að’ stíga fyrsta skrefið til sátta.
Kvöld eitt þurfti hann að ná tali af föður hennar út af mikil-
vægum viðskiptamálum. Þegar hann hringdi dyrabjöllunni kom
hún til dyra.
„Fröken Blank?“ spurði hann kuldalega.
„Já,“ var svarað jafnkuldalega.
„Get ég fengið að tala við föður yðar?“
„Hann er því miður ekki heima. Þurfið þér að tala við hann
persónulega?"
„Já, í mikilvægum viðskiptaerindur. Þakka yður fyrir."
Um leið og hann fór niður tröppurnar kallaði hún. „Andartak."
Sannfærður um, að hún væri nú að gefa sig, staðnæmdist
hann. ,,Já,“ sagði hann eftirvæntingarfullur.
„Hver á ég að segja að hafi komið að spyrja eftir honum?,s-
sagði hún með sama kuldasvipnum.
Coronet.