Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 103
ÁSTRlÐA
101
hennar, og hún lét sem ekkert
hefði gerzt. Hann beið eftir
merki frá henni, en stúlkan var
sannkallaður meistari í blekk-
ingalist. Hún deplaði ekki einu
sinni augunum, þó að hann ein-
blíndi á hana. Honum datt í
hug, að hún væri ef til vill svona
varkár, af því að móðirin tor-
tryggði hana. Þögn hennar
hlaut að stafa af einhverri
gildri ástæðu.
Tvær vikur liðu, án þess að
nokkuð bæri til tíðinda. Yuan
sagði Yang ekki frá ævintýrinu,
og þegar vinur hans bað hann
að vera nótt hjá sér, færðist
hann ávallt undan því, af ótta
við að stúlkan kynni að koma
meðan hann væri í burtu. Hann
gat ekki slitið sig frá klaustr-
inu. Hann orti langt kvæði um
hinn dularfulla ástarfund sinn
með álfameynni og lýsti sælu
sinni og þrá.
Eitt kvöld, þegar komið var
fram yfir miðnætti, heyrði hann
marr í hurðinni á ganginum.
Hann flýtti sér að opna dyrnar
og sá að Rósa beið fyrir utan.
Hún sagði honum að unga stúlk-
an hefði látið smíða lykil að
lásnum, svo að þau gætu hitzt
í vesturherberginu. Hún hefði
komið því svo fyrir, að hengi-
lásinn virtist vera lokaður, en
hann gæti opnað hann með
höndunum og komizt þannig
skemmstu leið til herbergisins.
Þó að Yuan væri naumast með
sjálfum sér af fögnuði, gat hann
ekki annað en dáðst að dirfsku
og slóttugheitum ástmeyjar
sinnar.
Eftir 'þetta kom Inging til
fundar við hann í vesturher-
berginu aðra hvora nótt, eða
eins oft og hún gat með nokkru
móti komið því við, en gæti
hún það ekki, sendi hún honum
ávallt boð um það með stúlk-
unni. Hún kom næstum alltaf
skömmu eftir miðnætti og hvarf
á brott í dögun.
Yuan var svo hamingjusam-
ur að hann vissi hvorki í þenn-
an heim né annan. Stúlkan
unni honum hugástum, og þau
hétu því bæði, að reynast hvort
öðru trú, á hverju sem gengi.
Það var ótrúlegt, að svo lítill
líkami skyldi geta búið yfir svo
mikilli ást — þau hvíldu saman
í myrkrinu og töluðu í hálfum
hljóðum, því að það var hætta
á að einhver kynni að koma að
þeim óvörum, enda þótt Yuan
væri stöðugt 4 varðbergi. Ing-
ing virtist ekki blygðast sín
hót fyrir framkomu sína. Þegar
hann spurði hana hversvegna
hún hegðaði sér svona, kyssti
hún hann aðeins og hvíslaði:
„Ég get ekki gert að því, ég
elska þig svo heitt.“
„En ef móðir þín kæmist að
þessu?“ spurði hann einu sinni.
,,Þá verður hún að gera þig
að tengdasyni sínum“, sagði
Inging brosandi.
„Ég tala við móður þína þeg-
ar þar að kemur“, sagði Yuan,
og Inging fór ekki lengra út í
þá sálma. "