Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 91
ÞRÖUN HEILANS OG STARFSEMI HANS
89
heppnaðra stökkbrejhinga. En
löngu fyrir þann tíma munu
honum bætast hjálpargögn, tæki
til upplýsinga af því tagi sem
maðurinn hefur verið að búa til
allar götur síðan hann lærði að
meitla fyrstu endurminningar
sínar í stein. Jafnvíst er, að nýj-
um kröfum, sem óhjákvæmiíega
hljóta. að koma jafnhliða því
sem mannlífið gerist flóknara,
mun heilinn svara með sköpun
nýrra hugmyndatengsla, er séu
jafnfremri því heilastarfi, sem
vér nefnum skynsemi og ímynd-
unarafl, og þau eru fremri því
heilastarfi, sem fram fer í dýr-
um merkurinnar.
Nefndarfundur á ódáinsökrum.
Áfengislöggjöf íslendinga síðustu áratugina mun eiga eftir
að verða merkilegt rannsóknarefni í framtíðinni, og þykir því
rétt að bjarga hér einum þætti úr sögu hennar frá gleymsku.
Fyrir allmörgum árum samþykkti Alþingi lög um áfengis-
varnarnefndir í öllum hreppum landsins. Var kosning þeirra falin
hreppsnefndum en dómsmálaráðherra skipaði formenn. Varð nú
skyndilega mikil og óvænt fjölgun nefnda í landinu og komust
margir í nefndir, sem aldrei höfðu hlotið slíka vegtyllu áður.
Skömrnu eftir þessa lagasetningu barst hreppstjóra í ónafn-
greindum hreppi tilkynning frá dómsmálaráðuneytinu um skipun
manns i formannssæti áfengisvarnarnefndar í hreppnum. Hrepp-
stjóri boðaði þegar til fundar í hreppsnefndinni og las þar upp
skipunarbréfið frá ráðuneytinu. Við lesturinn setti hreppsnefnd-
armenn hljóða, því að hin nýskipaði formaður var ekki aðeins
fluttur úr hreppnum fyrir fimm árum, heldur og dáinn fyrir tveim
árum. Var nú hreppsnefndinni mikill vandi á höndum, og virtist
sem hér væri kominn sá Gordionshnútur, sem aldrei yrði leystur.
Unz hreppstjóri hjó á hnútinn. „Ef nefndin á að geta haldið
fund,“ sagði hann, ,,þá verðum við að fara að dæmi dómsmála-
ráðherra. Eg legg til að við kjósum í nefndina valinkunna menn,
sem ekki eru lengur við basl og búskap í þessum heimi.“
Þessi tillaga hreppstjórans var samþykkt í einu hljóði og
nefndin kosin í samræmi við hana. Ekki fara sögur af störfum
nefndarinnar, en hitt hafa menn fyrir satt, að hún sitji enn,
og að hreppsnefndin hafi ekki hug á þvi að breyta til fyrst um
sinn.