Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 95
ASTRlÐA
93-
f jölskyldan, sem ætti þar heima,
nefndist Tsui. Fjölskyldufaðir-
inn, sem nú var dáinn, hafði
verið velgerðarmaður klausturs-
ins og mikill vinur ábótans, og
hafði jafnan dvalið í húsinu,
þegar hann langaði að komast
burt úr borginni. Eftir að hús-
bóndinn dó, hafði fjölskyldan
flutzt þangað fyrir fullt og allt,
af því að ekkjan, frú Tsui, var
kjarklítil kona og taldi sig ör-
uggari þar. Ábótinn leyfði ekkj-
unni að búa í húsinu fyrir vin-
áttu sakir, en einnig vegna þess,
að húsið hafði verið reist fyrir
gjafafé hins látna eiginmanns.
Þriðju nóttina, sem ungi mað-
urinn dvaldi í klaustrinu, heyrði
hann yndislega tóna, lága og
angurblíða, líkt og leikið væri
á sjöstrengjað hljóðfæri í
fjarska. Það var einkennilega
æsandi að hlusta á þessa hljóm-
list, sem rauf næturkyrrð
klaustursins.
Morguninn eftir gekk hann
af forvitni kring um klaustur-
bygginguna og sá að húsið var
umlukt garði, svo að hann gat
ekki skoðað það. Fram með
húsinu rann árspræna og yfir
hana lá ljómandi falleg rauð-
máluð brú gegnt garðhliðinu.
Hliðið var lokað, en gamall og
rifinn sorgarkross úr hvítum
pappír var límdur á rauða
hringinn á hurðinni. Frá brúnni
lá um fimmtíu metra langur
stígur niður á aðalveginn við
fremra klausturhliðið. Loftið
var fullt af blómailmi og lækur,
sem kom innan úr garðinum og
fossaði út um op á veggnum
og niður í ána, minnti á ærsla-
fullt barn að ieik. Það var sem
Yuan væri töfraður. Hann var
alltaf að hugsa um f jölskylduna,
sem bjó í þessu unaðslega, af-
skekkta húsi og um stúlkuna,
sem hafði leikið lagið fagra
nóttina áður, en lét ekki sjá sig.
Þegar hann kom aftur inn í her-
bergi sitt, tók hann eftir því,
að bakhlið hússins vissi að garð-
inum hans.
Hann hefði þó ekki veitt hin-
um ókunnu nágrönnum sínum
frekari athygli, ef ekki hefði
komið til sérstakur atburður,
sem gerðist þegar hann hafði
verið rúma viku í klaustrinu.
Það bárust fréttir af róstum
og ránum í borginni. Hun Chan
hershöfðingi hafði látizt, og
hermennirnir höfðu notað jarð-
arförina sem átyllu til uppþots.
Þeir brutust inn í verzlanir og
rændu kvenfólki. Daginn eftir
var ástandið enn uggvænlegra.
Nokkrir af hermönnunum, sem
rænt höfðu borgina, héldu nú í
áttina til fljótsins. Þorpið í ná-
grenninu var fullt af tötraleg-
um ribbaldalýð. Um hádegisbil-
ið, þegar Yuan sat í mestu mak-
indum á stól, hafði lagt fæturna
upp á borðið og var með bók-
arkver eftir Meng Haojan í
kjöltunni, heyrði hann kven-
raddir og hratt fótatak á göng-
unum. Hann stóð upp til þess
að aðgæta, hvað væri á seiði..
Hann furðaði sig á háreystinni.,