Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 10

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 10
8 ÚRVAL einn okkar hefur verið í Ame- ríku. Hann skrifar: „Já, ég var þar, en aðeins stuttan tíma. Þegar ég loks fékk vega- bréf, var ferðatími minn hálfn- aður. Ég varð að útvega stað- fest afrit af skírnarvottorði ömmu minnar, ég varð að leggja fram lista yfir alla þá staði sem ég hafði dvalið á frá 1. sept- ember 1939, ég varð sex sinn- um að ata fingur mína í stimp- ilfarða, og einu sinni samvizku mína með eiði um það, að ég hefði aldrei verið kommúnisti; ég varð að leggja fram yfirlýs- ingu frá tveim Ameríkumönn- um sem buðust til að sjá fyrir mér, ef þörf gerðist — og svo stóð ég skyndilega, eftir tólf tíma ferð, milli skýjakljúfa New York borgar. Mér fannst eins og þetta mikla stórveldi væri hrætt við mig. Og það sem ég sá voru borgir úr steini og stáli og fólk, sem var jafn- stirðnað af ótta og stálið. Ekki stöðugt, en alltaf öðru hvoru. Einhvers staðar varð skamm- hlaup; æ ofan í æ varð maður fyrir óvæntu höggi. Ég kom í miðri loftvarnaæfingu. Lög- regluþjónn rak mig inn í banka- byggingu og að baki mér lok- aðist stálhurð. Daginn eftir spurði ég einn af embættis- mönnunum í Washington hvort hann tryði því í raun og veru, að styrjöld mundi brjótast út á morgun. Það stóð á svarinu; hann vissi sem sé ekki nema síminn hans væri hleraður. Um kvöldið bauð hann mér heim til sín og þá var hann allur annar maður. Við hlust- uðum á tónlist og ræddum um hversdagslega hluti. Eg stóð framrni fyrir leyndardómi múg- hegðunarinnar: kynntist því hvernig maðui'inn getur, þegar hann er einn, verið gjörólík- ur því sem hann er þegar hann finnur sig hluta af heild. 1 Ameríku varð mér fyrst ljóst hvaðan hatrið til Sovétríkjanna er komið. Það er blint hatur á báðar hliðar. Tveir tækniris- ar mæna hvor á annan tor- tryggnum augum. Hvor hefur sínar hugsanir og hvor sínar tilfinningar, og þó dást þeir í laumi hvor að öðrum, enda þótt sú aðdáun sé blandin hatri og viðbjóði. Því að það sem ann- ar getur, getur hinn einnig; og þannig finnur hvor um sig mátt sinn gegnum ógnanir hins. Á heimurinn að farast vegna þessarar geðflækju ástar og haturs tveggja stórvelda, svo stórra að þau líta á sig sem heilan heim, heim þar sem þau setja sín eigin lög, lög sem hvort um sig vill neyða upp á mann- kynið, af því að þau geta ekki ímyndað sér, að aðrir menn í öðrum litlum löndum vilji lifa öðruvísi ? Sameiginlega gætu þau ekki aðeins tortímt jörðinni, held- ur einnig lyft öðrum hlutum heims upp úr eymd og volæði! Sovétríkin eru önnum kafin við að snúa við fljótum Síberíu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.