Úrval - 01.12.1956, Side 40

Úrval - 01.12.1956, Side 40
Danskur stúdent lýsir kynnum sínum af æskuJýð Bandaríkjanna. Æskan í guðs eigin landi Úr „Politiken", eftir stud. jur. Poui J. Svanholm. SKAN hefur sagt skilið við einveruna og óskina um að fá að njóta einkalífs síns í friði. í staðinn er komin hóp- myndun og skipulögð samtök, sern bæla niður einstaklingseðl- ið, ef þau eyðileggja það ekki alveg. Æskan flykkist í þessi andlausu samtök eins og naut- fé í hjörð. Hún geldur þetta ekki einungis við einkalífi sínu •— þess er krafist, að hún fórni sínu eigin sjálfi, renni saman við hjörðina og afklæðist per- sónuleikanum.“ Þessi lýsing er tekin úr bók ameríska sálfræðingsins Ro- bert Lindner, ,,Must You Con- Nú er það ekkert nýtt, að æskunni sé lesið orð í eyra, hún hefur frá upphafi verið skotspónn nöldurseggja og siða- prédikara. En mér er til efs, að nokkur hafi tekið jafndjúpt í árinni og Lindner í þessari bók sinni. Og vafamál, að jafnvel verstu nöldurseggir hér heima myndu taka undir orð hans. En æskan er ekki eins í öll- um löndum, og það gæti verið nógu fróðlegt að gefa nánari gaum að æskunni í landi höf- undarins, sem ætla má að hann hafi fyrst og fremst haft í huga þegar hann kvað upp dóm sinn. Á lýsing hans við þar? I augum þess, sem nýlega hefur lokið ferð sinni um þver og endilöng Bandaríkin og kynnzt jafnöldrum sínum í flestum fylkjum landsins, hlýtur svar- ið að verða bæði já og nei. Já, að því leyti, að Lindner hefur hér drepið fingri á meginatriði, nei af því að hann tekur sterk- ar til orða en sanngjarnt get- ur talizt. Það er einkenni á amerískri æsku, að hún virðist öll steypt í sama rnóti. Maður vissi fyrir fram, að allir piltar eru snögg- klipptir og klæðast T-skyrtum, og að stúlkur spara ekki and- litsfarðann. Við nánari kynni kemst maður að raun um, að svipmótið er ekki aðeins hið ytra, heldur einnig í hugsunar- hætti og skoðunum. Hið versta, sem hent getur ungan Ameríkumann er að vera frábrugðinn fjöldanum. Það er ekkert sem heitir að fara einförum og vera sjálf- um sér nógur. Kjörorðið er: komdu í hópinn, kunningi! Inn í aðlögunarverkstæðið! Hóphyggjan ræður alls stað- ar ríkjum. Glöggt tákn hennar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.