Úrval - 01.12.1956, Page 44

Úrval - 01.12.1956, Page 44
42 ■tfRVAL heyrir góðu uppeldi, komast skólayfirvöldin ekki hjá því að hafa strangan aga á nemend- unum. Frjálsræði og sjálfstæði verður að takmarka, og um leið er ábyrgð einstaklingsins takmörkuð. Ekki má heldur gleyma hin- um gífurlegu framförum, sem orðið hafa á tækjum til þess að ná sambandi við fólkið, þegar leita skal skýringar á því hve dámlíkt amerískt æskufólk er. Er þá efst í huga sjón- varpið með óumdeilanleg- um hæfileikum sínum til að ná tökum á áhorfendum, ekki hvað sízt á áhrifagjörnum ung- lingum. Fyrir framan sjón- varpstækið upplifir heil þjóð sömu reynslu, þar er hugum fólksins beint inn á sömu braut- ir, og þar eru mótaðar hug- myndir þess um rétt og rangt; þar skapast sameiginlegar hug- sjónir og þar verður til samúð eða andúð heillar þjóðar. Hin tíðu auglýsingainnskot skapa sömu þarfir hjá áhorfendum og vekja löngun til sömu gæða. Það skal tekið fram, að þess- ari grein er ekki ætlað að gefa heilsteypta og fullkomna mynd af æskulýð Bandaríkjanna á því herrans ári 1956. Hún er aðeins tilraun til að lýsa því, sem gests- auga greindi. Þegar þessi fyr- irvari hefur verið gerður, er freistandi að gera tilraun til samanburðar á æsku Bandaríkj- anna og jafnöldrum hennar í al- þýðulýðveldum Austurevrópu. Þótt undarlegt kunni að virðast, varð ég var við ýmislegt í fari amerískrar æsku, sem ég eftir heimsókn mína til Austurevrópu í fyrra hafði talið sérkenni æskufólksins í þeim löndum. Það má nefna hina sterku þjóð- erniskennd, tilhneiginguna til að stimpla allt annað hvort kol- svart eða mjallhvítt, eða hin flokkspólitísku trúarbrögð, sem valdhafarnir hafa neytt upp á æskuiýð Austurevrópulandanna, og sem með nokkrum rétti má líkja við hina yfirborðs- legu kirkjurækni, sem hin al- mennu siðaboð leggja banda- rískurn æskulýð á herðar. I þessu sambandi ber þó jafn- framt að hafa hugfast, að sjálft þjóðskipulagið í Banda- ríkjunum mun alla tíð verða því til hindrunar, að uppvax- andi kynslóð geti orðið fyrir langvarandi og einhliða áhrif- um, hvort heldur er frá róttæk- um eða afturhaldssömum öfl- um. I alþýðulýðveldunum er slík hindrun ekki fyrir hendi. En þetta er önnur saga, sem ekki verður sögð í stuttri blaða- grein. o-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.