Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 65

Úrval - 01.12.1956, Blaðsíða 65
AUSTURLENZKAR ÁSTIR 63 konu sinni beinlínis til fjár. Faðir hennar, sem var auðugur kaupmaður, hafði útvegað Foo fé til að stofna sjálfstætt fyrir- tæki. Samhliða hjúskaparsáttmál- anum var því gerður einskonar efnahagssamningur; hjóna- bandið var fyrst og fremst tákn um hin nánu tengsl milli Foos og kaupmannsins. Foo gat líka valið rnilli þriggja dætra, sem kaupmaðurinn átti. Hann valdi þá dótturina, sem hann áleit að myndi verða sér gagnleg- ust við kaupsýslustörfin. Hann valdi rétt. Frú Foo nr. 1 var komin á sextugsaldur, þegar við kynntumst henni, en það leyndi sér ekki, að hún var snjöll og dugleg kaupsýslukona. Foo réðst aldrei í nein stór- ræði, án þess að ráðfæra sig við hana. Hún var líka ótvírætt húsmóðirin á heimilinu. Hvorki hinar konurnar né börnin dirfð- usþ að sýna henni mótþróa. Ég komst líka að því síðar, að það gegndi sama máli með húsbóndann. Frú Foo nr. 1 var hinn raunverulegi húsráðandi í stóra, Ijósrauða húsinu, sem fjölskyldan bjó í. Ég furðaði mig oft á því, að svo ráðrik kona skyldi hafa leyft hinum konunum að koma á heimiiið, og eitt sinn spurði ég Foo að þessu. „Frú Foo stakk upp á því sjálf,“ sagði hann. Frú Foo nr. 2 kom á heim- ilið, af því að þörf var fyrir góða ráðskonu. Foo hafði auðg- ast vel og byggt húsið, og hann og fyrsta konan höfðu eignast tvo syni og eina dóttur. Frú Foo nr. 1 hafði sjálf valið aðra konuna, holduga, glaðlynda sveitastúlku, sem brátt varð myndarlegasta hús- móðir. Hún stjórnaði heimilinu með prýði, lét sér annt um hús- bóndann og fyrstu konuna, hugsaði um börnin, hafði eftir- lit með vinnufólkinu og gaf sér samt tíma til að eiga níu börn með Foo. Foo eignaðist þriðju konuna vegna metnaðar við keppinaut sinn einn á viðskiptasviðinu. Keppinauturinn hafði tekið sér þriðju konuna, og frú Foo nr. 1 hafði hvatt mann sinn til að gera slíkt hið sama -— hvort sem henni hefur verið það sárs- aukalaust eða ekki. Hætt er við að Vesturlandamönnum þyki slíkur metingur nokkuð öfga- kenndur. Frú Foo nr. 1 fór nú að svip- ast um eftir stúlku, sem gæti aukið metorð og tign fjölskyld- unnar. Loks fann hún það sem hún leitaði að hjá fátækri kín- veskri fjölskyldu af gömlum aðalsættum. Hinn félitli aðals- maður ákvað af fjárhagslegum ástæðum að gifta Foo eina af dætrum sínum. Þriðja kona Foos hafði á sér hefðarkonusnið — hún var vel snyrt, hafði hlotið góða mennt- un, lék á píanó og söng, og tal- aði mörg tungumál reiprenn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.