Úrval - 01.12.1956, Síða 56

Úrval - 01.12.1956, Síða 56
ÚRVAL 5-1 Hjúkrunarkonan svaraði bros- andi: ,,Ég þarf ekki að segja honum það. Allir, sem hingað koma, eru meira eða minna veikir. En ég verð að vita, hvað þér heitið, svo að ég geti skrif- að hjá mér nafn yðar.“ Sjúkl- ingurinn svaraði, brosandi eins og hjúkrunarkonan: ,,Er próf- essorinn ekki læknir? Samverji nútímans, ef svo mætti að orði komast? Nafn mitt er ekki sjúkt, en segið honum, að ég sé veikur.“ Hjúkrunarkonan hætti að brosa. Henni varð ljóst, að hver svo sem sjúkdómurinn var, sem að manninum gekk, þá hafði hann lagzt á sinnið á hon- um. Hún fór inn í lækninga- stofuna, til þess að vita hvað hún ætti að gera. Prófessorinn brosti og sagði: ,,Góða mín, við skulum ekki taka þetta svona hátíðlega. Ef maðurinn viil vera leyndardómsfullur, þá skulum við lofa honum að vera það. Þér skuluð bjóða honum sæti og biðja hann að bíða, þangað til röðin kemur að honum. Ég býst við að mér takist að lokka það út úr honum, sem ég þarf að vita.“ Þannig mælti hann og brosti eins og sá, sem er viss í sinni sök; hjúkrunarkonan brosti líka full aðdáunar. þau hlógu síðan bæði, því að van Loo var einn af þeim, sem gengur allt að óskum. Prófessorinn hafði rnikið að gera og sjúklingurinn varð að bíða í næstum þrjár klukku- stundir. Fólk, sem er slæmt á taugum, á oft erfitt með að þola langa bið. En hjúkrunar- konan varð ekki vör við neina óþolinmæði hjá sjúklingnum. Hann sat grafkyrr á stólnum í gluggaskotinu og starði ekki út á götuna, heldur beint á vegg- inn — og brosti. Hjúkrunar- konan hafði illan bifur á honum. Þegar klukkustund var liðin án þess að sjúklingurinn hreyfði sig, liti í blað eða segði orð, fór hún aftur inn til prófessorsins og hvíslaði: „Mér lízt ekki á hann.“ ,,Hvern?“ sagði prófess- orinn, sem var búinn að stein- gleyma sjúklingnum. Hjúkrun- arkonan sagði ergilega: „Hvern? Manninn, sem neitaði að segja til nafns síns. Eg er viss um að hann er ekki með öllum mjalla. Ég er hrædd.“ Prófessorinn, sem var önnum kafinn við að rannsaka annan sjúkling, sagði hranalega: „Hvaða vitleysa er í yður. Lof- ið mér að ljúka við þessa rann- sókn og látið manninn í friði, ef hann gerir ekkert af sér. Gerið nú eins og ég segi, góða mín.“ Hún fór aftur fram í bið- stofuna, en það var reiðiglampi í augum hennar eftir ávítur prófessorsins. Sjúklingurinn sat grafkyrr sem fyrr og var með sama brosið á vörunum. Hjúkrunarkonan gaf honum hornauga öðru hvoru. Hún von- aði að röðin færi að koma að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.