Úrval - 01.12.1956, Side 78

Úrval - 01.12.1956, Side 78
76 ÚRVAL urinn til þeirrar dóttur, sem foreldrarnir bera mest traust til, það er að segja ef samboðið mannsefni á hennar aldri er til rfeiðu. Dóttir höfðingjans má sem sé ekki giftast hverjum sem er; mann sinn verður hún að velja úr hópi sona föðursystra sinna. Á þann hátt haldast völd_ in alltaf innan sömu ættarinn- ar. Að öðru leyti sést enginn munur á fjölskyldu höfðingjans og öðrum fjölskyldum. Allir gera jafnlitlar kröfur til lífsins og hafa hugann lítið bundinn við efnaleg gæði. Garufólkið hefur yndi af börnum. Mæðurnar bera ung- börnin í poka á sér meðan þær ganga að vinnu, og þau eru ekki vanin af brjósti fyrr en yngra barn krefst réttar síns. Þegar maður heimsækir Garu- fjölskyldu, kemur móðirin fyrst með dæturnar til að sýna þær. Lítið veður er gert út af drengj- unum, þeir eiga hvort eð er að flytja heim til konu sinnar þeg- ar þeir kvænast. En ekki ber á að drengirnir séu bældir, eins og títt er um stúlkur í ættföður. legu samfélagi. Þegar ég var lítil, segir Chie Nakane, var það alltaf viðkvæð- ið, að þetta eða hitt mætti ég ekki gera, af því að ég væri stúlka. Slíkur greinarmunur tíðkast ekki hjá Garufólkinu. Bæði drengir og telpur alast upp við mikið frelsi, og einnig í hjónabandinu virðist ríkja farsælt jafnrétti. Hjá Kasiþjóðflokknum er jörðin eltki lengur sameign, og með tilkomu eignaréttarins hófst einnig stéttaskipting milli fátækra og ríkra. Fátækling- arnir geta ekki tekið þátt í hin- um miklu hátíðum, því að þeir hafa ekki efni á að fórna dýr- um. Og þegar nokkur hluti þjóð- flokksins hættir að eiga hlut- deild í erfðavenjum hans, hætta þær smám saman að vera ein- ingartákn hans. Á Malabarströndinni er mæðraveldið í hraðri upplausn. Þeir æskumenn, sem komizt hafa í kynni við vestræna siði, sætta sig ekki við að flytja til fjölskyldu eiginkvennna sinna, og ungar konur eru farnar að kalla sig ættarnöfnum manna sinna eins og tíðkast á Vestur- löndum. En árþúsunda arfleifð hefur eigi að síður markað spor. Margar af forustukonum Ind- land eru frá Malabarströnd- inni. Lestrar- og skriftarkunn- átta er algeng, einnig meðal fá- tækra kvenna, og hvergi njóta konur meiri virðingar en þar. Og konurnar í Japan ? Er Chie Nakane undantekning, eða er algengt, að konur af hennar kyn. slóð njóti sjálfstæðis? Ennþá telst ég til undantekn- inga, segir hún. í Japan ríkir enn sú skoðun, að staða kon- unnar sé á heimilinu. Að vísu stunda konur verksmiðjuvinnu, kennslu, skrifstofustörf og önn- ur lágt launuð störf. En þegar þær giftast, hætta þær að vinna
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.