Úrval - 01.12.1957, Qupperneq 26
Höfundur, sem er amerísk kona, i.vsir
! g'amíinsömum stíl tilhugalífi
i ýmsum löndum heims.
Tilhugalif i ýmsum löndum.
Grein úr ,,The Pocket Book Magazine“,
eftir Emily Hahn.
AÐ vill svo einkennilega til,
að ég skrifaði þessa grein
einmitt um fengitímann. Ein-
hver kann nú að spyrja hvenær
ársins fengitíminn sé. Ef ég
væri í Bandaríkjunum, mundi
mér verða ógreitt um svör, en
ég er ekki í Bandaríkjunum
heldur í Suður-Frakklandi, og
það er annar háttur á þessum
málum hér. Það er vor, sólin
skín, fólkið er að opna glugga
sína, og niðri á þorpsgötunni
nærri útidyrunum mínum er
náttúran iðin við sitt. Ökumenn
kalla dónaleg orð á eftir kaup-
mannskonum, og þær láta sér
vel líka. Hundar eru allstaðar
blygðunarlausir í athæfi sínu.
Undanfarnar vikur hefur lítill
hreiðurbúi ónáðað mig sneinma
á morgnana, hann hefur barizt
við spegilmynd sína í glugga-
rúðunni og sungið við raust á
milli árásanna. Og allir vita
hvernig kettirnir haga sér. Eðl-
unin er hávaðasöm athöfn í
Frakklandi og ef til vill eins
gott að hún sé ekki í fullum
gangi nema á vorin.
Sá sem kæmi gestur til
Bandaríkjanna gæti með réttu
svarað því til, að hún sé býsna
hávaðasöm þar líka og standi
Iengur, og vitnað máli sínu til
sönnunar í alla ástarsöngvana i
dulargervi swing og bebop.
Hann mundi sennilega bæti því
við, að hún standi ekki aðeins
lengur, það sé aldrei hlé á. Við
Ameríkumenn höfum fengið
slæmt orð á okkur annars stað-
ar í heiminum fyrir að taka
ekki tillit til árstíðaskipta í til-
hugalífi okkar. Fólk virðist
halda að það sé eitthvert Iétt-
úðarfullt þjóðareinkenni sem
knýr okkur til að elta hvert
annað árið um kring en ekki að-
eins í apríl og maí.
Ég held þetta sé ekki sann-
gjam dómur. Skýringin er ein-
faldlega sú, að við búum í ve!
upphituðum húsum. Við erum
svo bundin lífsþægindum okkar.
að við erum búin að gleyma
því hversvegna brúðkaupsferð-
um er hagað eins og þeim er
hagað. 1 Bandaríkjunum er það
aðeins gamall siður, að brúð-
hjón fari eitthvað suður, þó að
í Englandi og kaldari hlutum
24