Úrval - 01.12.1957, Síða 69
Fyrsta lífveran hefur verið send út i geiminn.
Ekltert bendir til, að maðurinn sé óhæfur tii
geimferða, en margt er enn á huidu um
þær hættur, sem munu mæta honum.
Grein úr „The New Scientist",
eftir Nigel Calder.
GEIMTÍKIN LAIKA, sem
send var upp með öðru
sovézka gervitunglinu, var ofur-
seld svo að segja öllum þeim
hættum, er mæta mundu mann-
legri veru í geimnum. Vísinda-
rnönnum í Sovétríkjunum var
því full alvara, þegar þeir töl-
uðu um mönnuð geimför; að
öðrum kosti hefði ekki verið
þörf á að senda tíkargreyið alla
þessa leið. í Bandaríkjunum er
geimlæknisfræði orðin sérstök
vísindagrein, og David Simons
flaug ekki bara að gamni sínu
í málmhylki í 32 klukkustund-
ir. Hann var að rannsaka áhrif
hæðarinnar á mannslíkamann
og að öllum líkindum einnig
áhrif geimgeisla.
Til þess að menn lifi af ferð-
ina út í geiminn, verða flug-
skeytin að komast þangað án
þess að skaddast að nokkru ráði.
Mistökin við uppskot hinna til-
tölulega einföldu, langdrægu
flugskeyta Bandaríkjamanna
eru Ijós vottur þess, hve geig-
væn hætta fylgir smávægileg-
ustu göllum. Við þetta bætast
svo erfiðleikarnir á að koma
mönnuðum geimförum út í
geiminn og niður aftur, og allt
bendir til þess, að tilvonandi
geimsiglingafræðingar mxmi
hafa rneiri áhyggjur af vélbil-
unum en öðrum óljósari hætt-
um, sem bíða þeirra úti í ómæli
geimsins. Kannski brjóta þeir
heilann um þann möguleika að
rekast á loftsteina, þegar kom-
ið er út fyrir gufuhvolf jarðar-
innar og það veitir ekki leng-
ur neina vörn. Slíkur árekstur
gæti orðið afdrifaríkur. En þó
að loftsteinar séu af öllum
stærðum og gerðum og þó að
sumir þeirra — járnsteinarnir
— séu á við fallbyssukúlur. þá
hafa menn reiknað út, að með
því að hafa nokkrum millimetr-
um þykkri klæðningu á geim-
farinu sé hægt að koma í veg
fyrir, að loftsteinar brjóti geim-
farsklefa oftar en svo sem einu
sinni á öld. Og jafnvel þótt gat
kæmi á klefann, gæti snarráð-
ur geimfari lokað því áður en
allt loftið streymdi út. Enn
hættulegri eru að líkindum
67