Úrval - 01.12.1957, Qupperneq 72

Úrval - 01.12.1957, Qupperneq 72
Ttrval varla þarf að búast við meiru i geimferðunum. Gervihnöttur á fastri braut er stöðugt í frjálsu falli til jarðar og helzt uppi einungis vegna uppskotshraða síns. Und- ir þeim kringumstæðum er ekki um neina þyngd að ræða, því að þyngd hlutar er það afl, sem þarf til þess að verja hann falli. Athuganir á viðbrögðum gagnvart þyngdarleysi hafa þegar verið gerðar, en aðeins mjög stuttan tima. Prófessor T. Lomonaca í Rómaborg hef- ur kannað áhrif þyngdarleys- isins á menn. Hann lét þá í tæki, er líktist lyftu, þar sem þeir fengu að kynnast „frjálsu falli“. Hann fékk þeim síðan blýant og athugaði, hve góða stjórn þeir höfðu á vöðvakerfi sínu, með því að láta þá skipta hring í fjóra hluta með strik- um. I fyrstu ferðunum var ár- angurinn ekki upp á marga fiska, en smátt og smátt vönd- ust mennirnir þessari kynlegu tilfinningu og gátu haft betri stjóm á vöðvunum. Svipaðar niðurstöður, er sýndu að þyngdarleysið þarf ekki að vera hættulegt, feng- ust við tilraunir Bandaríkja- flughers í fluglækningaskólan- um, þar sem flogið var með far- þega í Lockheed T-33A flugvél í 10—30 sekúndur bæði dýfur og fleygboga, svo að fram kæmi þyngdarleysistilfinning. Vatnsdropar svifu um í far- þegaklefanum eins og dún- HÆTTUR A VBGI GEIMFARANS hnoðrar, og það var eins erfitt að láta hendurnar falla í keltu sína og að lyfta þeim. Nokkrir farþeganna voru mjög illa á sig komnir, en um helmingur þeirra fann ekki til neinna ó- þæginda og naut tilraunarinnar meira að segja mjög vel. En það kann að vera, að hinn stutti tími hafi dregið úr slæmu áhrif- unum — því að menn skyldu minnast þess, að fólk verður yfirleitt ekki sjóveikt fyrr en eftir fimmtán mínútna veltu. Fólk getur andað og jafnvel borðað standandi á höfði, svo að þyngdarleysið ætti ekki að skerða þær lífshræringar mikið. Hjartastarfsemin ætti að verða auðveldari. Sennilega gengur erfiðlegast að samlaga jafn- vægisskynfærin — einkum þó jafnvægiskornin (otoliths) í eyrunum, en þau eru „gervi- sjónhringur" dýranna og gefa þeim til kynna, hvað snýr „nið- ur“. Tiiraunir með mýs og tur- tildúfur hafa sýnt, að þau dýr, sem svipt hafa verið jafnvægis- kornunum og eru orðin vön líf- inu án þeirra, taka þyngdar- leysinu miklu léttara en dýr með eðlileg jafnvægisskynfæri. Jafnvægiskornin geta verkað á tvo vegu: annað hvort gefa þau alls ekki til kynna, hvað er ,,niður“ eða þau sýna „nið- ur“ í margar áttir í senn. Seinni möguleikinn er auðvitað sýnu óþægilegri, en ekki er loku fyr- ir það skotið, að jafnvægisskyn- færi hinna ýmsu dýrategunda 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.