Úrval - 01.12.1957, Qupperneq 74
Smásaga
eftir Ru Nurgaard.
BARA að maður gæti nú
sofnað. Frú Elgaard sneri
sér frá klukkunni, sem drattað-
ist silalega áfram frá einni
minútunni til annarrar. Klukk-
an var nýlega búin að slá tólf.
Hún hlustaði eftir fótataki úti
á götunni, en allt var hljótt.
Þetta var annars undarlegt.
Þegar Gréta var heima, og hún
vissi að henni var óhætt, var
það oftast hávaðinn frá götunni,
sem hélt vöku fyrir henni. Og þó
að hávaðinn væri henni ekki til
ama, ásóttu hana aðrar áhyggj-
ur. Áhyggjur, tortryggni, ör-
yggisleysi — allskonar trufl-
andi hugsanir, sem virtust fær-
ast í aukana eftir því sem ár-
unum fjölgaði. Hvernig skyldi
þetta alltsaman enda?
Hún sneri sér aftur að klukk-
unni. Það voru varla liðnar fimm
mínútur. Slappið af! stóð i blöð-
unum og tímaritunum. Já, en
hvernig átti maður að fara að
því? Hún lét handleggina falla
máttiausa niður með síðunum,
en hún varð ekkert rólegri fyr-
ir það. Hvað var Gréta að gera?
Þetta var ekki í fyrsta skiptið,
sem stelpan kom seint heim.
Hún var áreiðanlega með ein-
hverjum pilti. sem hún þekkti og
bar traust til — en samt sem
áður — — hvaða tryggingu
hefur maður fyrir því, að mann-
eskjur séu heiðarlegar? Enga.
—• Hafði maður yfirleitt nokkra
tryggingu fyrir nokkrum sköp-
uðum hlut? Jú, maður gat
tryggt reiðhjólið sitt og út-
varpstækið. En tryggingu fyrir
því, að ung og ómyndug dóttir
manns lendi ekki í einhverju —
nei . . . Maður varð að gæta
dætra sinna og áminna þær. Ör-
lögin gátu þær að vísu ekki um-
flúið---------var þá kannski
réttast að slappa af og láta
skeika að sköpuðu? Hvernig
sem færi, þá væri hún þess ekki
megnug að hindra það. Nei, það
var tilgangslaust að vera með
vangaveltur út af Grétu og
framtíð hennar, meðan stelpan
sýndi móður sinni engan trún-
að. En hvað æskan var orðin
breytt frá því sem áður var.
Þegar hún var ung, sagði hún
móður sinni ávallt frá öllu. Hún
fékk alltaf góðar ráðleggingar
og var auk þess fróun í því að
segja henni frá vandamálum