Úrval - 01.12.1957, Page 94

Úrval - 01.12.1957, Page 94
tTRVAL, saltar dreggjar af köldu, hrylli- legu botnvatni. En frá himn- inum og frá loftinu og frá krón- um trjánna kom skjálfandi, hlýr gustur komandi sumars. Og frá ungu stúlkunni við hlið sér greindi hann hina daufu, notalegu angan af líkama henn- ar og ilmefnum. Hann hugsaði: ég get ekki sagt það. Ekki nema það gerist kraftaverk. Ekki nema það líði yfir hana, svo mér gefist afsök- un fyrir að taka á henni. Ég er ekki fullþroskaður til að segja það. Einhverntíma seinna. Kannski eftir eitt ár. Kannski ekki fyrr en eftir fimm ár. En, hugsaði hann örvæntingarfull- ur, það er einmitt núna sem það ætti að gerast, það er núna -— á þessu augnabliki — sem undrið lifir. Hvernig verður það eftir firnm ár? Hver ábyrgist að hún vilji verða mín eftir fimm ár, þegar ég er orðinn nógu sterkur og þroskaður til að tjá mig? Þá getur hún ver- ið búin að gifta sig öðrum. Hím getur verið gift og búin að eiga barn! Hann hugsaði: hvers vegna rétti ég ekki út höndina? Er nokkur lifandi maður til, sem af frjálsum vilja kysi að lifa upp æsku sína, ef hann fyr- ir einhvcrja töfra gæti höndl- að hana aftur? Nei. Til þess var hún of þungbær og van- máttug. Hið eina sem við þráð- um í æsku var að verða sterk- $2 ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR ir, reyndir, hyggnir, fullorðnir, svo að við skákuðum ekki herð- unum yfirvegunarlaust og til einskis mót veggjum heimsins. Sterkir vildum við verða, full- orðnir vildum við verða; pá skyldi bundinn endir á hik okk- ar og kvöl, þá skyldum við finna höndina og dyrnar, þá skyldum við leggja undir okk- ur ríki göfginnar og fegurðar- innar og vera okkur þess með- vitandi að markinu væri náð. En það fór ekki á þann veg. Og einhverntíma hlýtur hver einasti maður á jörðunni að við- urkenna, að það var á dögum æskunnar, sem hann hefði get- að gert allt, en gerði það ekki. Einhverntíma hlýtur hann að viðurkenna hin beiskustu allra sanninda: að lífinu verður ekki lifað upp aftur; að æska er eitthvað sem unga fólkið eitt á, en sem gamla fólkið eitt hefur vit á að nota. Hann dirfðist ekki að gjóta augunum niður á hönd hennar. Hún lá þarna svo lítil, svo sterk, svo hörundsbrún, svo hlý, í kjöltunni á henni. Hún lá að- eins hársbreidd frá hans eigin hendi. Hann sat eins og berg- numinn og horfði á hönd henn- ar, hann tók til að skjálfa. Bara að leggja sínar hönd ofan á hennar, það mundi verða lausn- arorðið. Aðeins hársbreidd skildi á milli hans og hins undursam- lega lífs.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.