Úrval - 01.12.1957, Page 100

Úrval - 01.12.1957, Page 100
ÚRVAL úr utanför sinni. Þögull um jólalcytið 1939. þegar hann varð að leita heim í átthagana til að útvega sér vinnu: fjárráð hans voru þrotin, hann varð að fresta námi um sinn. Sérstaklega þög- ull var hann kannski vegna þess, að strax áður en hann fór, hafði hann heyrt að konan, sem hann elskaði, væri komin í tigi við annan mann. Samdrátt- ur þeirra hafði valdið uppnámi í Hesthúsinu og þverbrestum í samheld 'i ungra sósíalista. Sjálfur dáðist hann að manni þessum, enda þótt hann þekkti hann ekki; hann hafði ekki átt við hann mikil orðaskipti; að- eins við eitt tækifæri hafði hann útskýrt brosandi fyrir mannin- um merldnguna í þýzkum söng- texta: ,,A Busserl is a schnuc- kri Ding“. Stundum hugsaði hann einn- ig um bláan hægindastól; þá varð hann þögulli en nokkru sinni fyrr. Svo komið vorið 1940. Þá fengu Norðmenn nýtt umhugs- unarefni um skeið: þýzkar her- sveitir tóku land þeirra. (Hon- um hafði líka flogið sem snöggvast í hug: pólitískir flóttamenn, sem nazistar eru á hnotskógi eftir, verða nú að flýja frá Noregi. En hann hélt áfram að þegja.) Það urðu hemaðarátök á norsku landi. Hann sneri sér ekki aftur að nárninu fvrr en um nýár 1941. Hann hitti ungu konuna að nýju snemma vors 1941. Hann ÁSTIN ER EINSTÆÐINGUR vissi að Hesthúsið var ekki leng- ur til, Þjóðverjarnir höfðu lagt undir sig þessa gömlu bygg- ingu. Þau hittust á leynilegum fundi, hann vissi að hún mundi verða þar. Ilún stóð upp úr sætinu, þegar hann kom inn; hún var með gleraugu og sá ekki vel á löngu færi, hún teygðí leitandi hönd út í loftið á móti honum. Þau gengu til móts hvort við annað milli öftustu tómu bekkjaraðanna í fundar- salnum, honum fannst sem hann gengi eftir langri sendinni strönd. Þau titruðu lítið eitt við um Icið og þau tókust í hendur, það var eins og þau væru búin að bíða lengi. Hann sá á andliti hennar, að hún hafði el::t ofurlítið, hann greindi sorg- arvott í augum hennar. Þau héldust í hendur, það var eins og sameiginlegur þungi léti þau hallast hvort að öðru; ásjónur þeirra líktust blómum, sem opna sig fyrir sólinni; þau giftu sig 1942. Hér skal gengið þegjandi fram hjá því, sem á daga þeirra dreif það sem eftir var stríðs- ins. En eitt síðkvöld í maí 1945, þegar landið var orðið frjálst, stóð hann út við gluggann á lítilli risíbúð, sem þau höfðu tekið á leigu, hann stóð og horfði út yfir bæinn. Rafmagns- ljós bæjarins voru komin aftur eftir fimm ára myrkvun; þetta var fagurt kvöld; gegnum op- inn gluggann streymdi angan 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.