Saga


Saga - 2021, Blaðsíða 203

Saga - 2021, Blaðsíða 203
óstyrkur með þann geisla vísindanna sem undirrituðum þótti mörg stefin í þúsaldarkviðu viðhorfa til hins ysta norðurs ærið keimlík. Þessu veldur að Sumarliði gerir sér allmikið far um að gera grein fyrir gildisdómum í þeim frásögnum sem hann hefur kannað. Í ljós kemur að á öllu því langa tímabili sem Í fjarska norðursins tekur yfir hafa gildisdómar um löndin tvö og þjóðir þeirra verið bæði jákvæðir og neikvæðir og það eru býsna oft sömu umfjöllunarefni sem kalla fram áþekk viðhorf höfunda sem rituðu með margra alda millibili. Í fjarska norðursins færir heim sanninn um að margar þeirra ímynda sem komast á kreik um lönd og þjóðir verða líf- seigar og birtast hvað eftir annað. Ímyndir og fordómar eru náskyld fyrir- bæri og það svo mjög að fordómar byggjast ávallt á ímynd. Stundum verða kynni af því sem fordómarnir beinast að til þess að breyta viðhorfum eða ný almenn þekking verður til þess að þeir fá ekki lengur þrifist. Í Í fjarska norðurs ins er sýnt fram á margar slíkar breytingar en einnig að á öllum tím- um eru gildishlaðin ummæli notuð til að draga fram einkenni náttúrufars og þjóða og skipa þeim sess í stigveldi ríkjandi hugmyndaheims. Víða er vikið að framandleika í umfjöllun Sumarliða og mörg dæmi rakin um það hvernig höfundar ólíkra rita nýta sér þetta stílbragð til að hlaða frásögnina þeirri spennu sem annarleiki og furður geta vakið. Fyrir rúmri öld síðan birtist í fyrsta sinn ritgerð Sigmunds Freud, „Das Unheim - liche“, um fyrirbæri sem gera fólk skelkað. Sálkönnuðurinn lýsti því að mestan ótta vekur ekki það sem er fullkomlega framandi heldur hið kunn- uglega sem hefur fengið torkennilegt yfirbragð, umturnast, gengið aftur. Margar þeirra lýsinga sem Sumarliði færir til bókar og kryfur bera merki um beitingu þessa stílbragðs. Íslendingum eða Grænlendingum er lýst sem hálfmennskum eða siðlausum í þeim skilningi að þeir haldi ekki í heiðri evr- ópska eða kristna siði en samt eru þeir nægilega áþekkir Evrópumönnum til þess að lesandinn gat miðað sig við þá. Það getur vart farið á milli mála að mörg þeirra rita sem Sumarliði fjallar um í Í fjarska norðursins voru að ein- hverju leyti samin vegna skemmtigildis þeirra og til að treysta hugmyndir lesendanna um sjálfa sig og evrópskan menningarheim, skapa hæfilegan framandleika til þess að Ísland og Grænland yrðu „eins konar speglar fyrir Evrópu“ (301) sem íbúar álfunnar gætu litið í og sannfærst um að þeir væru þeir sjálfir, frábrugðnir hálfgildings villimönnum hins ysta norðurs sem hírðust þar við þröngan kost í ógnandi og háskalegri náttúru. Slíkum frá- sögnum er beinlínis ætlað að skapa andúð og fyrirlitningu með það að markmiði að efla samkennd og félagslegan aga meðal lesendanna og eru sá efniviður sem gefa Sumarliða tilefni til að benda á gagnsemi kenninga Edwards Said til að skilja og skilgreina áhrif frásagna um hið ysta norður á hugmyndaheim Evrópubúa og viðhorf þeirra til Íslands og Grænlands og íbúa þeirra. Á bls. 290–291 telur Sumarliði upp átta staðalímyndir um Ísland og Grænland sem birtast hvað eftir annað í ritum frá síðmiðöldum til samtím- ritdómar 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235

x

Saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Saga
https://timarit.is/publication/775

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.