Úrval - 01.06.1968, Síða 10
8
ÚRVAL
nafn, gerólíkt. Hér var því sýnilega
þörf stórátaks.
Maðurinn, sem þar tók á, svo að
enn sjást merki um, var Carl Linné,
eða Carolus Linnaeus, sem hann
nefndi sig á latínu að sið lærðra
samtímamanna sinna. Linné var
fæddur árið 1707, prestssonur úr
Smálöndum í Svíþjóð. Fyrir atbeina
héraðslæknis, sem áhuga hafði á
grasafræði, var Carl ekki settur í
skóaranám, eins og faðir hans
hugðist gera sakir áhugaleysis pilts-
ins á flestum menntaskólagreinum,
heldur sendur í háskólann í Lundi
til náms í læknisfræði. Síðan flutt-
ist Linné frá Lundi að háskólanum
í Uppsölum, þar sem áhugi og skiln-
ingur á náttúrufræði var á þess-
um tíma meiri en í Lundi. í Upp-
sölum buðust Linné brátt ýmis
störf við grasafræðirannsóknir, og
tuttugu og þriggja ára að aldri hélt
hann fyrirlesta um grasafræði við
háskólann. Seinna vann Linné við
háskóla og plöntugarða í Hollandi
og víðar í Evrópu.
Linné réðst í að skipa öllum
þekktum dýrum og plöntum í kerfi.
Hann skipti dýra- og plönturíkinu
í flokka, ættbálka, ættkvíslir og
tegundir — og tegundunum í af-
brigði, ef þurfa þótti. Hverri teg-
und gaf hann tvö nöfn. Var hið
fyrra nafn ættkvíslarinnar, og því
sameiginlegt skyldum tegundum, en
síðara nafnið aðgreindi viðkomandi
tegund frá öðrum tegundum sömu
ættkvíslar. Lærisveinar Linnés
ferðuðust með landkönnuðum víða