Úrval - 01.06.1968, Síða 13
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓUN . . . .
11
kenningum sem seinna urðu ríkj-
andi.
Nokkrir samtímamenn Lamarcks
hugleiddu þróun lifandi vera sem
líklegasta skýringu ýmissa vanda-
mála líffræðinnar. Meðal þeirra
voru Englendingurinn Erasmus
Darwin, sá: er síðar verður nefnd-
ur, og þýzka skáldið og heimspek-
ingurinn Johann Wolfgang von
Goethe (1749—1832). Goethe bar
saman beinagerð manna og ýmissa
dýra og þóttist margt sjá líkt, en
hlaut daufar undirtektir.
Á fyrri hluta nítjándu aldar færðu
jarðfræðingar, með Bretann Char-
les Lydell (1797—1875) í broddi
fylkingar, rök að því, að hamfara-
kenning Cuviers fær ekki staðizt.
Jarðsagan staðfesti ekki hugmyndir
Cuviers um stórhamfarir. Raunar
var auðséð, að jörðin hefur tekið
miklum breytingum á löngum tíma,
en þessar breytingar eru oftast
hægar, meira í ætt við þróun en
við byltingu; og voldugar náttúru-
hamfarir um jörð alla, á borð við
þær, sem Cuvier boðaði, urðu ekki
lesnar úr jarðlögum.
Þegar hér var komið, hlutu ýms-
ir fræðimenn að leita skýringar á
fyrirbærum líffræðinnar í þróun líf-
vera.
Einn þessara manna var Alfred
Russel Wallace (1823—1913), ensk-
ur náttúrufræðingur og landkönn-
uður. Wallace' kannaði strendur
Amazonfljóts og síðan stór svæði
eyja milli Indlands og Ástralíu. Þar
rannsakaði hann útbreiðslu og lifn-
aðarhætti fjölda dýra, svo sem
pokadýra og órangútana. Hann
kynnti sér einnig líkamsgerð og
lifnaðarhætti frumstæðra mann-
flokka. Hann þekkti vel til hug-
mynda jarðfræðingsins Lyells um
bróun jarðarinnar. Wallace las með
athygli þjóðfélagskenningar ensks
prests að nafni Thomas Robert
Malthus (1766—1834), en hann hélt
því fram, að mönnum fjölgaði ör-
ar en svo, að jörðin gæti fætt þá
alla. Leiddi af þessu baráttu og
stríð. Wallace sá nú, að margt í
heimi lífveranna varð bezt skýrt
með þróun, þar sem viðkoma ein-
staklinganna leiddi til offjölgunar,
svo sem Malthus boðaði í mann-
heimi, svo að aðeins þær plöntur
og þau dýr, sem bezt voru aðhæfð
ríkjandi aðstæðum héldu velli.
Wallace frétti af öðrum Englend-
ingi, sem fékkst við sömu vanda-
mál og hallaðist einnig að þróunar-
hugmyndum. Þessi maður var Char-
les Darwin (1809—1882). Árið 1858
barst Darwin bréf frá Wallace, sem
þá var á Borneó. í bréfinu greindi
hann Darwin frá niðurstöðum sín-
um og æskti álits hans.
Darwin hafði þá þegar komizt að
svipaðri niðurstöðu og Wallace. Afi
hans, Erasmus Darwin (1731—1802),
hafði reifað aðaldrætti þróunar-
kenningar, en ekki vakið athygli,
kannski meðal annars vegna þeirrar
óvenjulegu venju að setja vísinda-
legar hugmyndir sínar fram í ljóða-
formi. Charles Darwin hafði, eins
og Wallace, lesið verk jarðfræðings-
ins Lyells og þjóðfélagsfræðingsins
Malthusar. Hann sigldi árið 1831
sem náttúrufræðingur með ensku
könnunarskipi í fimm ára leiðangur
umhverfis jörðina og gerði þá fjölda
athugana á útbreiðslu, lifnaðarhátt-