Úrval - 01.06.1968, Side 20
18
ÚRVAL
á nýlíísöld. Nú á tímum eru barr-
trén helztu fulltrúar berfrævinga,
auk nokkurra hitabeltistegunda.
Fyrst á nýlífsöld voru spendýr
harla ólík þeim dýrum, sem nú
þekkjast, en smám saman kem ur á
þau meiri nútímablær, sem og á
plöturnar. Meginhluti nýlífsaldar
kallast tertíertímabil, en kvarter-
tímabil hinnar síðustu 2—3 milljón-
ir ára. Mestur hluti kvartertímabils
telst aftur til jökultíma, sem lauk
hér í Norður-Evrópu fyrir einum
10 þúsund árum. Á jökultíma lá
jökull yfir norðurhluta Evrópu,
nokkuð austur í Rússland. Önnur
jökulhetta minni huldi Alpafjöll, og
loks var jökull yfir Norður-Ame-
ríku, allt þar suður að, sem nú eru
nyrztu ríki Bandaríkjanna.
Ekki vita menn gerla um orsakir
jökultímans, en greinileg merki eru
fleiri slíkra frá fyrri skeiðum jarð-
sögunnar. Ekki hefur jökulhettan
legið óslitið yfir ofangreindum
svæðum allan jökultímann, heldur
skiptist hann í fjögur jökulskeið,
eða ef til vill fleiri, með hlýskeið-
um á milli. Á hlýskeiðunum hefur
loftslagi svipað til þess, sem nú er,
enda ekki fráleitt, að vér lifum nú
á hlýskeiði, en ókomin séu fleiri
jökulskeið.
Jökultíminn hefur vitanlega mót-
að mjög allt líf. Margar tegundir
dýra og plantna urðu aldauða í
upphafi hvers jökulskeiðs, en nýj-
ar og harðgerar tegundir þróuðust
í þeirra stað. Er jökullinn hopaði,
fylgdu sum þessi dýr jökulröndinni,
svo sem moskusuxar og hreindýr,
en önnur urðu aldauða, til dæmis
loðfílar og hellabirnir. Geirfuglinn
var ísaldarfugl, sem illa undi hlý-
indunum eftir jökultímann.
Einn var sá þáttur í uppruna teg-
undanna, sem Darwin sneiddi frek-
ar hjá í fyrstu, en það var þáttur-
inn um uppruna manna. Vitanlega
fór ekki hjá því, að þetta atriði yrði
fljótlega miðpunkturinn í mörgum
deilum um kenningar hans. Aðrir
fræðimenn tóku þetta vandamál til
sérlegrar rannsóknar, svo sem Ernst
Haeckel (1834—1919), prófessor í
dýrafræði í Jena. Haeckel bar sam-
an líkamsgerð manna og mannapa
og fann að vonum margt sameigin-
legt. Haeckel var ekki gefin hóg-
værð Darwins, enda vöktu rit hans
og ræður mikinn úlfaþyt meðal
lærðra og leikra.
Árið 1871 birti Darwin svo sjálf-
ur rit um uppruna manna: The Des-
cent of Man, and Selection in Re-
lation to Sex.
Er þróunarkenning Darwins birt-
ist, þekktu menn fáa steingervinga
frumstæðra manna eða nánustu ætt-
ingja þeirra meðal dýra — apanna.
Árið 1848 fannst þó á Gíbraltar
höfuðkúpa frumstæðs manns, er
vakti um sinn litla athygli. Átta
árum seinna, 1856, fundust bein
sams konar manns í Neanderdal:
dalverpi í Þýzkalandi, nálægt Dús-
seldorf. Þessi fundur vakti nokkra
athygli, og manntegundin var síðan
nefnd Neanderdalsmaður.
Fyrst reyndu margir að leiða
Neanderdalsmanninn þannig hjá
sér, að þarna hefði verið um sjúk-
linga eða vesalinga að ræða, en svo
fundust leifar þeirra víðar um Ev-
rópu, svo að auðséð varð, að um