Úrval - 01.06.1968, Side 20

Úrval - 01.06.1968, Side 20
18 ÚRVAL á nýlíísöld. Nú á tímum eru barr- trén helztu fulltrúar berfrævinga, auk nokkurra hitabeltistegunda. Fyrst á nýlífsöld voru spendýr harla ólík þeim dýrum, sem nú þekkjast, en smám saman kem ur á þau meiri nútímablær, sem og á plöturnar. Meginhluti nýlífsaldar kallast tertíertímabil, en kvarter- tímabil hinnar síðustu 2—3 milljón- ir ára. Mestur hluti kvartertímabils telst aftur til jökultíma, sem lauk hér í Norður-Evrópu fyrir einum 10 þúsund árum. Á jökultíma lá jökull yfir norðurhluta Evrópu, nokkuð austur í Rússland. Önnur jökulhetta minni huldi Alpafjöll, og loks var jökull yfir Norður-Ame- ríku, allt þar suður að, sem nú eru nyrztu ríki Bandaríkjanna. Ekki vita menn gerla um orsakir jökultímans, en greinileg merki eru fleiri slíkra frá fyrri skeiðum jarð- sögunnar. Ekki hefur jökulhettan legið óslitið yfir ofangreindum svæðum allan jökultímann, heldur skiptist hann í fjögur jökulskeið, eða ef til vill fleiri, með hlýskeið- um á milli. Á hlýskeiðunum hefur loftslagi svipað til þess, sem nú er, enda ekki fráleitt, að vér lifum nú á hlýskeiði, en ókomin séu fleiri jökulskeið. Jökultíminn hefur vitanlega mót- að mjög allt líf. Margar tegundir dýra og plantna urðu aldauða í upphafi hvers jökulskeiðs, en nýj- ar og harðgerar tegundir þróuðust í þeirra stað. Er jökullinn hopaði, fylgdu sum þessi dýr jökulröndinni, svo sem moskusuxar og hreindýr, en önnur urðu aldauða, til dæmis loðfílar og hellabirnir. Geirfuglinn var ísaldarfugl, sem illa undi hlý- indunum eftir jökultímann. Einn var sá þáttur í uppruna teg- undanna, sem Darwin sneiddi frek- ar hjá í fyrstu, en það var þáttur- inn um uppruna manna. Vitanlega fór ekki hjá því, að þetta atriði yrði fljótlega miðpunkturinn í mörgum deilum um kenningar hans. Aðrir fræðimenn tóku þetta vandamál til sérlegrar rannsóknar, svo sem Ernst Haeckel (1834—1919), prófessor í dýrafræði í Jena. Haeckel bar sam- an líkamsgerð manna og mannapa og fann að vonum margt sameigin- legt. Haeckel var ekki gefin hóg- værð Darwins, enda vöktu rit hans og ræður mikinn úlfaþyt meðal lærðra og leikra. Árið 1871 birti Darwin svo sjálf- ur rit um uppruna manna: The Des- cent of Man, and Selection in Re- lation to Sex. Er þróunarkenning Darwins birt- ist, þekktu menn fáa steingervinga frumstæðra manna eða nánustu ætt- ingja þeirra meðal dýra — apanna. Árið 1848 fannst þó á Gíbraltar höfuðkúpa frumstæðs manns, er vakti um sinn litla athygli. Átta árum seinna, 1856, fundust bein sams konar manns í Neanderdal: dalverpi í Þýzkalandi, nálægt Dús- seldorf. Þessi fundur vakti nokkra athygli, og manntegundin var síðan nefnd Neanderdalsmaður. Fyrst reyndu margir að leiða Neanderdalsmanninn þannig hjá sér, að þarna hefði verið um sjúk- linga eða vesalinga að ræða, en svo fundust leifar þeirra víðar um Ev- rópu, svo að auðséð varð, að um
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.