Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 93
A LLIR UM BORÐ í SÍBERÍU-HRAÐLESTINA
91
okkar. Sá fyrsti var liðsforingi úr
Rauða hernum, 28 ára gamall ná-
ungi, sem jafnframt hermennsk-
unni, var píanóleikari og hljóm-
sveitarstjóri. Hann var fullur af
lífsorku og vingjarnleika. Hann
söng og trallaði og hló sig mátt-
lausan að tilraunum sínum við að
tala ensku. í eina eða tvær nætur
var þarna í kojunni, þreklegur sjó-
maður frá Karnchatka og hafði hann
með sér stóran poka fullan af nýj-
um eggjum og steypti þeim í sig
hráum, stundum mörgum í einu.
Næst fengum við, Princeton stú-
dentinn og ég, að klefanaut, unga
og fjöruga rússneska stúlku frá
Irkutsk og var hún á leið til að
taka eitthvert mikilvægt háskóla-
próf. Það kom glampi í augun á
Princetonstráknum, þegar hann sá
hver komin var í klefann. Það var
heldur ekki liðin mínúta, þegar þau
tvö voru setzt hlið við hlið, hlæj-
andi og spaugandi yfir málabók, og
myrtu hvers annars tungu og köll-
uðu hvort annað „þú kommúnistinn
þinn“, „þú kapitalistinn þinn“. Við
áttum ekki í neinum vandræðum
við að afklæða okkur. Allir karl-
mennirnir þrír, fóru annað hvort
framá ganginn, meðan stúlkan af-
klæddist, eða sneru andlitinu að
veggnum. Princeton maðurinn sagði
dömunni, að hún gæti örugglega
treyst honum, því að í Princeton
háskóla byggju þeir við „riddara-
hugsjón“, í umgengni við konur).
VEIZLA í FARANGRINUM.
Það voru þarna auðvitað tungu-
málaerfiðleikar, en Rússarnir vildu
ákaft hjálpa mér, þegar ég dró
fram málabókina mína. Nokkrir
þeirra töluðu ensku. Samtal okkar
í borðsalnum var sæmilega frjáls-
legt en þó var það óþvingaðra inni
í klefanum. Ég var þarna á ferð,
þegar Bandaríkjamenn og Rússar
deildu sem ákafast út af Vietnam.
Fréttaflutningur útvarpsins, sem
heyrðis í hátölurum um alla lestina,
var mjög fjandsamlegur Banda-
ríkjamönnum, en Rússarnir um borð
í lestinni voru samt mjög vingjarn-
legir og hjálpsamir. Ég hrökk einu
sinni við, þegar einn Rússinn otaði
fingri að mér og sagði glottandi:
„Næst verður það sennilega þann-
ig, að þið styðjið Arabana en við
tökum þá að okkur Gyðingana."
Það var komið framí seinni hluta
júní mánðar og veðrið var svo
milt að flestir voru þarna léttklædd-
ir, oft á náttfötunum, ekki aðeins í
svefnklefunum, heldur einnig á
göngunum og stundum í borðsaln-
um, eða þeir fengu sér smá göngu-
túr þannig klæddir á brautarpöll-
unum, þegar við stönzuðum, en það
gerðum við 82. sinnum á leiðinni.
Ég var eins og fífl þarna í fóðruð-
um stígvélum og kakkþykkum nær-
fötum. Á veturnar veitir ekki af
slíku, því þá verður hann kaldur á
þessari leið og frostið, IV—-18 gróð-
ur á Celcíus, og þaðan af meira.
Þá eru hafðir risavaxnir snjóplóg-
ar víða á leiðinni til að ryðja burtu
snjó.
Lestin varð hreyfanlegt heimili
mitt. Umsjónarmaðurinn (provod-
nik) um borð, hvort sem það var
nú karl eða kona, en það var ýmist,
virtist aldrei sofa. Hann var alltaf
ýmist að þrífa burt sót, eða ryk-