Úrval - 01.06.1968, Síða 31
Leifturárás á Zeebrugge
Eftir JO CHAMBEELIN
Readers Digest
Sjálfboðaliðar óskast til
mjög hœttulegs verks.“
Þessi dularfulla orð-
sending barst mann frá
manni meðal liðsfor-
ingja brezka sjóhersins í desember-
mánuði árið 1917. Og því var bætt
við, að sjálfboðaliðarnir ættu ekki
mmmm
að gera ráð fyrir því að snúa aftur
heilir á húfi.
Á þessum dimmu dögum fyrri
heimsstyrjaldarinnar virtist svo sem
alger sigur Þjóðverja væri alveg í
nánd. Varnir Rússlands höfðu bil-
að algerlega á landi, og Bandamenn
voru í hroðalegri aðstöðu. Þýzku
kafbátarnir sökktu þá slíkum fjölda
skipa fyrir þeim, að skipatjónið nam
orðið 400.000 tonnum á mánuði. Það
var hætta á því, að Bandamenn
töpuðu styrjöldinni, áður en Banda-
ríkjamönnum tækist að komast
fyllilega í gang og beita öllum styrk
sínum. Það var því tími til þess
kominn fyrir Bandamenn, að þeir
gripu til einhverra örþrifaráða.
Fjölmargir sjálfboðaliðar buðu
sig fram, og úr þeim hópi var valið
lið manna, sem var síðan flutt út
í 70 skip, sem safnað hafði verið
saman við mynni Thamesár. Skipin
voru af ýmsum gerðum, þar á með-
al litlir vélbátar, úrelt beitiskip og
tvær ferjur frá Liverpool. Roger
Keys aðmíráll, sem stjórna átti þess-
um einkennilega flota, skýrði mönn-
um sínum frá því, að það stæði til
að reyna að framkvæma það, sem
engum flota haffSi nokkru sinni tek-
izt, þ.e. að loka óvinahöfn alger-
lega og gera hana þannig óvirka.
Það var reyndar um að ræða tvær
hafnir, en ekki eina, þ.e. hafnar-
borgirnar Ostend og Zeebrugge í
Belgíu, sem voru þá á valdi Þjóð-
verja.
Þeir höfðu náð þeim árið 1914 og
Áhöfn „Vmdictive“ gerir
árás á Zeebrugge.