Úrval - 01.06.1968, Síða 117
SQUALUS ER SOKKINN
115
ferð, en festi sig illa við það, með-
an hann vissi ekki, hvað hefði ver-
ið að þeirri fyrri.
Tíminn leið og það kom að því,
að Momsen var veitt staða í Wash-
ington, þar sem uppgötvun hans
hafði stöðvazt. Seint um kvöld hins
fyrsta dags hans í starfinu, var
hann að blaða í gegnum pappíra,
sem fyrirrennari hans hafði látið
eftir sig óunna og stóð á staflanum,
sem var allstór: Bíður ákvörðunar.
Neðarlega í þessum bunka rakst
Momsen á teikninguna sína, og hafði
sjáanlega ekki verið hreyft við
henni til athugunar. Momsen reidd-
ist svo heiftarlega, að hann treysti
sér ekki til að ræða málið við neinn
samstarfsmann sinn eða yfirmann
þann daginn. Næsta dag tók hann
til að ræða málið. Hann fór eins
gætilega í sakirnar og mögulegt var,
en undirtektirnar voru vægast sagt
daufar. Menn litu hornauga til hans:
Hverskonar fugl var þetta? Hann
hafði ekki verið nema daginn í em-
bættinu, þegar hann tók til að
hampa spánýjum og fjarstæðu-
kenndum hugmyndum og sínum
eigin í þokkabót.
Momsen flutti mál sitt af þráa,
en allt kom fyrir ekki. Hann talaði
fyrir daufum eyrum. Hann lét ekk-
ert tækifæri ónotað til að koma
hugmynd sinni á framfæri, og nú
gerðist harmleikur, áður en vikan
var liðin frá því hinir voldugu ráða-
menn höfðu hundsað Momsen, sem
gerði það að verkum, að þeir neydd-
ust til að endurskoða afstöðu sína.
Kafbáturinn S-4 fórst. Hægt og
hægt kafnaði skipshöfnin án þess
nokkuð fengist að gert. Eitt af síð-
ustu merkjunum sem skipsmenn
hömruðu á skipsúðina var: -— Flýt-
ið ykkur í guðanna bænum.
Á BOTNINUM
í svarta myrkrinu á botni Atlants-
hafsins lá Squalas á 243 feta dýpi
og gat enga björg sér veitt. Neyð-
arljósin slokknuðu og hiti var eng-
inn, Hitastigið í sjónum utan bátsins
var ein gráða. Naquin kapteinn lét
kveikja á þremur handluktum og
vörpuðu þær draugalegri birtu á
mennina, en færði þá samt hvern
nær öðrum. Þeir störðu þegjandi
hverir á aðra og síðan á varðstjór-
ann Kuney, sem enn sat við síma-
kerfið og hlustaði og síðasta hrylli-
lega neyðarópið aftan úr skipinu
hljómaði enn fyrir eyrum þeirra.
— Er nokkuð að frétta frá þeim
að aftan, spurði kapteinninn.
— Nei, svaraði Kuney og rödd
hans var líkust hvísli.
Naquin tók símann sjálfur. Hann
vissi að næsta hólf var fullt af sjó,
en það voru fleiri vatnsþétt hólf
og það gátu verið menn í einhverju
þeirra. En það ríkti dauðaþögn aft-
urí skipinu. Hann reyndi að kalla
uppi bæði vélarrúmin og síðan
tundurskeytarúmið, en ekkert svar
fékkst. Hann reyndi að hugga sig
með því að rafmagnið hefði farið
af símakerfinu, en þegar hann kall-
aði tvö rúmin framí fékk hann svör
úr báðum stöðunum. Það var nú
það. Seinna taldi hann saman skips-
höfnina eftir þeirri vitneskju sem
hann hafði yfir að ráða og þá blasti
staðreyndin við honum. Af 59
mönnum virtust ekki vera nema
33 á lífi.