Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
ar sett í gang hinar alþjóðlegu áróð-
ursstöðvar sínar. Kommúnistablaða-
menn munu senda heim daglegar
fréttir af baráttu hinna „hungruðu,
vesælu og kúguðu“ Bandaríkja-
manna. Aflmiklar útvarpsstöðvar
munu senda fregnir til Afríku, Asíu
og Suður-Ameríku. — Ef við miss-
um tökin á þessu nú, segir Stefan
Possony, einn helzti hernaðarsál-
fræðingur Bandaríkjanna, — ef
veruleg átök verða, mun mannorð
okkar bíða ófyrirsjáanlega hnekki.
Við höfum ekki komizt að þess-
ari alvarlegu niðurstöðu á nokkr-
um mínútum. Alla leið frá Brook-
lyn til Oakland hafa hin nýju
vinstri sinnuðu öfl skorað lög og
reglur á hólm við sig og kynt und-
ir óhlýðni hins almenna borgara
við lögin, Þetta er ekkert annað en
fjandskapur við lög og reglur þjóð-
ar sem reynt hefur eftir fremsta
megni í allri sögu sinni að leysa
vandamálin með löglegum, og skyn-
samlegum aðferðum. Þessi óhlýðni
við lögin, segir Lewis Feuer, þjóð-
félagsfræðingur, — leiðir aðeins til
þess að fámenn einræðisklíka nær
undirtökunum að lokum. Þannig
hefur orðið um lönd sem við höf-
um fyrir augunum daglega. —■ Dr.
King hefur sífellt varið „gildi og
réttlæti“ stöðugra en friðsamlegra
mótmælaaðgerða og hefur haldið
því fram að það væri borgurum sið-
ferðisleg skylda að mótmæla órétt-
látum lagakrókum. Þessi speki á
sér þegar djúpar rætur en hún
hjálpar í rauninni ekki frelsi held-
ur skaðað það. Vegna þess að með-
an fylgjendur hennar berjast með
henni fyrir auknum réttindum
traðka þeir oft harkalega á rétti
annarra um leið. Lítum nú á þessi
dæmi:
Lewis Hershley, framkvæmda-
stjóri Selective Service var beðinn
að halda ræðu á fundi aðeins fárra
mínútna spöl frá Capitól en var
samstundis umkringdur af fimmtíu
æpandi „mótmælendum" og loks
varð að forða honum undan. Mann-
réttindi hans? — Hann hefur engin
réttindi, sagði einn uppreisnar-
manna.
Varnarmálaráðherrann var æptur
niður í Harvardháskóla og varð að
lokum að forða sér gegnum neðan-
jarðarstálrennur, eins konar loft-
ræstigöng. Stúdentar í Kaliforníu
eyðilögðu bíl varaforsetans og
öskruðu sig hása: — Brennum
hann! Brennum hann! — Johnson
forseti hætti við að flytja fyrirfram
ákveðna ræðu sína vegna þess að
hann sá fram á, að sér yrði gert
það ókleift af óðum „friðarsinn-
um“, sem safnazt höfðu saman með
ópum og óhljóðum.
Andmælendur Vietnamstefnu for-
setans komust hæst í „friðarkröf-
um“ sínum í fyrra þegar þeir söfn-
uðust saman úti fyrir Pentagon með
skilti þar sem á stóð: — Hvar er
Oswald nú, þegar við þörfnumst
hans? (Þ. e. Lee Harvey Oswald,
sá sem myrti Kennedy forseta. —
Þýð.). „Friðarsinnarnir" réðust því
næst að hermönnum með flösku-
brotum og skemmdum ávöxtum og
öðrum sígildum mótmælaverkfær-
um og ruddust upp að byggingunni
til þess að reyna að „eyðileggja
stríðsvélina". — Slæmt var það,
sagði embættismaður Dómsmála-