Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 89
ALFRÆÐIORÐABÓK DIDEROTS
87
Og hin frægu nöfn samstarfsmanna
gátu veitt huglausum mönnum og
lítils megandi hugrekki til að
hafna rétttrúnaði af jafn heilum
huga og kirkjufeður vörðu hann.
Er því ekki að furða þó að bæði
klerkdómurinn og ríkisvaldið hörf-
aði fyrst undan fyrir Diderot og
verki hans, en þusti síðan fram í
ofboði til að ásækja þau.
Það var afstaða Diderots til þess-
ara mála, sem því fékk valdið, hví-
líkt öndvegisrit orðabók hans mun
ætíð verða talin. Honum var vel
ljóst hvað fyrirrennurum hans
hafði orðið á, honum var ljóst hve
skeikult mat samtímans er, og valt
að treysta á framburð manna, og
hann hafði staðfasta og brennandi
trú á því að mennt er máttur. Skil-
greining hans á orðinu „encyclo-
pædia“ í fimmta bindi sýnir ljós-
ast afstöðu hans. Fyrirrennarar
hans á sextándu öld, sem þá gerðu
hinar fyrstu tilraunir, eða vildu
gera, höfðu ekki til þess næga þekk-
ingu né heldur víðsýni. Chambers
Cyclopædia var miklu nær því að
vera á réttri leið, en samt hafði
höfundum hennar orðið það á að
láta sér nægja að safna lýsingum
á tilbúningi listaverka og listiðn-
aðar, í fyrri bókum, í stað þess að
fá samstarfsmenn til að athuga
þetta sjálfir, og haga lýsingum sín-
um eftir því. Þar var reyndar að
finna góðar og hagkvæmar lýsing-
ar um ýmiskonar efni, en engin af
þessum bókum var þess um komin
að veita „alhliða fræðslu um mann-
inn“, og allt, sem birt var, var háð
eftirliti ríkisstjórnarinnar.
Diderot áleit að alfræðiorðabók
ætti að vera algild, samhæfð heild,
og allt, sem máli skipti, á athug-
unum rfeist, og að hún ætti að vera
laus við þau afskipti stj órnarvalda
a'f útbreiðslu þekkingar sem rætur
ætti að rekja til ímyndaðs hagn-
aðar, sem hafa mætti af „duldum
aðferðum". Hann höfðaði til þeirra
lærdómsmanna, sem hann taldi
uppfylla skilyrði þessi, að leggja
fram sinn skerf til að gefa skýrsl-
ur og skýringar á nýjum uppgötv-
unum, „svo að sem flestir geti öðl-
ast Ijós þekkingarinnar og að hver
fyrir sig megi taka þátt í því, eft-
ir sinni getu, að efla hana.“
Þannig tókst Diderot að afla sér
aðstoðar hjá fjölmörgum „sérfræð-
ingum“, en sjálfur lét hann sér
nægja að skrifa kaflana, sem hon-
um voru sendir upp að nýju, og
setja þá þannig fram að almenn-
ingi væri skiljanlegt. Hann segir
frá því að tveimur „sérfræðingum"
hafi verið send samskonar fyrir-
mæli, og árangurinn orðið sá, að
annar sendi skilgreiningar sem voru
svo langar, að nægt hefði til að
fylla eitt til tvö bindi í orðabók-
inni og fylgdi fjöldinn allur af af-
ar nákvæmum myndum, en hinn
sendi stuttullaðar skýringar með
enguni myndum. Ekki er að efa að
starf ritstjóra orðabókarinnar var
talsvert vandasamt og eftir því
mikið.
Alfræðiorðabók Diderots var þá
einstök í sinni röð, og henni var
afar vel tekið. Svo sem fyrr er sagt
urðu þúsund manns til að skrifa sig
á, áður en verkið hófst og þegar
fimm bindi voru álitin nægja, en
tala áskrifenda tvöfaldaðist þegar