Úrval - 01.06.1968, Side 6
4
ÚRVAL
lífeðlisfræði, lífefnafræði, vefja-
fræði, frumufræði, erfðafræði, forn-
líffærafræði eða steingervingafræði.
Jafnvei stjarnlíffræði — astrobio-
logia — leit að lífi á öðrum hnött-
um, er til sem sérleg fræðigrein.
Læknisfræði og landbúnaðar-
fræði verða einnig að teljast til líf-
fræði í víðustu merkingu, enda er
sennilegt, að fyrstu tilrarmir manna
til að skipa þekkingu sinni á hinni
lifandi náttúru í samhangandi kerfi
hafi sprottið af þörfum þjóðfélagsins
til að lækna sjúka og framleiða fæðu
af ökrum og kvikfénaði.
Af ieirtöflum Mesopotamíumanna
sem eru allt að 5000 ára gamlar, má
lesa allmikið safn athugana um lík-
ama manna, heilbrigða og sjúka,
sömuleiðis af nokru yngri ritum
Egypta. Leirtöflur og papýrustrang-
ar þessara þjóða bera einnig vitni
þekkingu á kynbótum plantna og
dýra.
Forngrikkir tóku við arfleifð
þessara gömlu menningarþjóða og
ávöxtuðu. í grískum vísindum var
saman safnað í skipulegt kerfi
þekkingu á öllum meginsviðum
raunvísinda langt fram yfir það,
sem vér þekkjum með eldri menn-
ingarþjóðum, enda höfðu grísk vís-
indi áhrif á þróun vísinda í Evrópu
og N.-Afríku löngu eftir að veldi
Grikkja var liðið undir lok. Xenó-
fon, sem uppi var um 400 f.Kr.,
lærisveinn Sókratesar, skrifaði m.a.
um landbúnað. Hippókrates, sam-
tímamaður Xenófons, er stundum
er nefndur faðir læknisfræðinnar.
í ritum sínum leggur hann að lækn-
um að athuga sjúklinginn vandlega
og leita náttúrlegra orsaka sjúkleik-
ans. Raunar er ekki ljóst, hve mik-
ið af þeim liðlega 100 ritum, sem
kennd eru Hippokratesi, eru verk
hans, og hver verk lærisveina hans.
Hann var hlynntur tilraunum og at-
hugunum, en annars hölluðust
margir Grikkir frekar að fallegum
kennisetningum en að tilraunum.
Aristóteles (384—322 f. Kr.) var
einn hinn fremsti líffræðingur
Grikkja. Hann dró saman óhemju
þekkingu um lifandi verur. Þótt
hann væri heimspekingur í grísk-
um anda, nemandi Platóns, sem
fyrirleit tilraunir, en aðhylltist rök-
þrungnar fræðisetningar, aflaði
Aristóteles þekkingar í lífeðlisfræði
og fósturfræði með tilraunum og
athugunum, svo sem krufningu. Yf-
irburðir hans á sviði líffræði öfluðu
honum slíkrar frægðar, að skoðanir
hans urðu ríkjandi í evrópskum
vísindum fram allar miðaldir og
lengur.
Fimmtán öldum eftir daga Ari-
stótelesar voru rit hans í búningi
og túlkun miðaldakirkjunnar fjötur
um fót frjálslyndum fræðimönnum,
ekki aðeins í líffræði, heldur einnig
og kannski enn frekar í eðlisfræði,
þar sem kunnátta hans var mun
lakari en innan líffræðinnar.
Jafnvel á átjándu öld, er sænski
náttúrufræðingurinn Carl Linné,
sem síðar verður getið, hóf vísinda-
feril sinn, lagði hann meiri trúnað
á skoðanir Aristótelesar en á eigin
athuganir. Aristóteles taldi storka og
svölur ekki farfugla, heldur lægju
þessir fuglar í dvala á veturna.
Þessu trúði Linné, þótt hann sæi
storka og svölur fljúga til suðurs
frá smálenzkri heimabyggð hans.