Úrval - 01.06.1968, Side 37

Úrval - 01.06.1968, Side 37
LEIFTURÁRÁS Á ZEEBRUGGE 35 árásin á Ostend, sem gerð hafði verið samtímis hinni árásinni, hafði mistekizt. En árás þeirra sjálfra, er einn yfirmannanna hafði lýst sem „algeru brjálæði", hafði heppnazt mjög vel. Zeebruggeskipaskurður- inn var nú algerlega stíflaður. Út úr honum komust engir kafbátar fimm næstu mánuðina, og Þjóðverj- ar urðu nú að gera hið fjarlæga Helgoland að aðalbækisöðvum kaf- bátaflota síns að nýju. Hið geysi- lega hugrekki, sem innrásarliðið hafði sýnt með þessari leifturinnrás sinni, hafði orðið til þess að grafa undan sjálfsöryggi Þjóðverja, en auka storlega siðferðisstyrk og bar- áttuvilja Bandamanna. Þeim fannst, að nú hefðu málin að lokum snúizt við og þeir væru farnir að vinna á. Og sjö mánuðum síðar hafði Bandamönnum tekizt að vinna stríð- ið. ☆ Gistihúsin í Kenya í Afríku eru ein óvenjulegustu gistihús i heimi. Trjákrónugistihúsið er vel þekkt, en gistihúsið Leynidalur, sem er um 35 mílum fyrir austan það, er líka i hæsta máta óvenjulegt. Auk ým- issa venjulegra þæginda er gestum lofað því, að fyrir utan svefn- herbergi þeirra geti að líta hlébarða. flerbergin kosta 15 dollara yfir nóttina, en gestirnir þurfa ekki að borga, ef þeir sjá engan hlébarða. En eigandinn tryggir sér návist hlébarðanna með því að koma fyrir æti inni á milli trjánna, sem næst standa gistihúsinu. E'n það er auð- vitað ekki um neitt aukagjald að ræða, ef hlébarðinn ákveður að stökkva inn í herbergið. Nokkurs konar „tollrúietta" eða happdrætti hefur verið tekið upp við tollskoðun flugfarþega, sem koma til Alþjóðlega flugvallarins i Montreal. Hverjum farþega er afhent spjald með númeri. Er þar um að ræða númerin 1—9. Þeir, sem fengið hafa spjald með „númeri dagsins", verða að ganga í gegnum mjög stranga tollskoðun, en númer þetta getur breytzt alveg fyrirvaralaust. Farangur hinna er aðeins skoðaður mjög lauslega. Þetta happdrættisskoðunarkerfi hefur orðið til þess, að nú tekur það fjórðungi styttri tíma að koma farþegum í gegnum tollskoðunina. Montreal Gazette. Verðmætasta kímnigáfan er sú tegund, sem gerir manninum fært að skynja það tafarlaust, hvað ekki er vogandi að hlæja að. Leo Aikman. Það er alls ekki satt, að kvenfólk vilji fá einhver ósköp. Konan er harðánægð með mjög lítið, ef þetta litla er nákvæmlega það, sem hún vill fá. E’f svo er ekki, er ekkert nægilega mikið. Sydney J. Harris.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.