Úrval - 01.06.1968, Side 37
LEIFTURÁRÁS Á ZEEBRUGGE
35
árásin á Ostend, sem gerð hafði
verið samtímis hinni árásinni, hafði
mistekizt. En árás þeirra sjálfra, er
einn yfirmannanna hafði lýst sem
„algeru brjálæði", hafði heppnazt
mjög vel. Zeebruggeskipaskurður-
inn var nú algerlega stíflaður. Út
úr honum komust engir kafbátar
fimm næstu mánuðina, og Þjóðverj-
ar urðu nú að gera hið fjarlæga
Helgoland að aðalbækisöðvum kaf-
bátaflota síns að nýju. Hið geysi-
lega hugrekki, sem innrásarliðið
hafði sýnt með þessari leifturinnrás
sinni, hafði orðið til þess að grafa
undan sjálfsöryggi Þjóðverja, en
auka storlega siðferðisstyrk og bar-
áttuvilja Bandamanna. Þeim fannst,
að nú hefðu málin að lokum snúizt
við og þeir væru farnir að vinna á.
Og sjö mánuðum síðar hafði
Bandamönnum tekizt að vinna stríð-
ið.
☆
Gistihúsin í Kenya í Afríku eru ein óvenjulegustu gistihús i heimi.
Trjákrónugistihúsið er vel þekkt, en gistihúsið Leynidalur, sem er um
35 mílum fyrir austan það, er líka i hæsta máta óvenjulegt. Auk ým-
issa venjulegra þæginda er gestum lofað því, að fyrir utan svefn-
herbergi þeirra geti að líta hlébarða. flerbergin kosta 15 dollara yfir
nóttina, en gestirnir þurfa ekki að borga, ef þeir sjá engan hlébarða.
En eigandinn tryggir sér návist hlébarðanna með því að koma fyrir
æti inni á milli trjánna, sem næst standa gistihúsinu. E'n það er auð-
vitað ekki um neitt aukagjald að ræða, ef hlébarðinn ákveður að
stökkva inn í herbergið.
Nokkurs konar „tollrúietta" eða happdrætti hefur verið tekið upp
við tollskoðun flugfarþega, sem koma til Alþjóðlega flugvallarins i
Montreal. Hverjum farþega er afhent spjald með númeri. Er þar um
að ræða númerin 1—9. Þeir, sem fengið hafa spjald með „númeri
dagsins", verða að ganga í gegnum mjög stranga tollskoðun, en númer
þetta getur breytzt alveg fyrirvaralaust. Farangur hinna er aðeins
skoðaður mjög lauslega. Þetta happdrættisskoðunarkerfi hefur orðið
til þess, að nú tekur það fjórðungi styttri tíma að koma farþegum í
gegnum tollskoðunina.
Montreal Gazette.
Verðmætasta kímnigáfan er sú tegund, sem gerir manninum fært
að skynja það tafarlaust, hvað ekki er vogandi að hlæja að.
Leo Aikman.
Það er alls ekki satt, að kvenfólk vilji fá einhver ósköp. Konan er
harðánægð með mjög lítið, ef þetta litla er nákvæmlega það, sem hún
vill fá. E’f svo er ekki, er ekkert nægilega mikið.
Sydney J. Harris.