Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 127
SQUALUS ER SOKKINN
125
Francis Naquin hafði verið allan
daginn á ferli við að telja kjark í
konurnar, en síðan að reyna að
hugga þær, sem misst höfðu menn
sína. Þegar hún fór að borða kvöld-
verð ásamt fleira fólki, sem var
samankomið við höfnina í Ports-
mouth til að fylgjast með björgun-
inni var hún að hugsa um, að nú
myndi ekki líða á löngu þar til
hennar eigin maður stigi á land og
hún ætlaði þá að vera búin að
borða svo að hún gæti tekið á móti
honum á hafnarbakkanum.
Þegar hún var að matast heyrði
hún, að síminn hringdi í næsta
herbergi, Það varð einhver til að
svara. Hún veitti því ekki athygli
í fyrstunni, að þögn sló á boðs-
gesti, sem höfðu verið að tala um
hina ágætu frammistöðu manns
hennar, en allt í einu rann það upp
fyrir henni, að það voru allir hætt-
ir að tala um Squalus og farnir að
þvaðra um ýmislegt annað. Henni
þótti þetta að vonum undarlegt, og
loks gat hún ekki stillt sig, en
snurði: — Er eitthvað að?
— Já, svaraði gestgjafi hennar,
það gengur ekki að óskum með
björgunarklefann í síðustu ferðinni.
Úti á Atlantshafinu undir stjörnu-
lausum himni og náttmyrkri og
vaxandi sjógangi horfðist Momsen,
og menn hans, nú í augu við erf-
iðleika, sem þeir höfðu ekki átt
neina von á. Það hafði allt gengið
óvenju vel til þessa í síðustu ferð-
inni. Björgunarklefanum hafði
vegnað vel niður og það hafði einn-
ig gengið vel að taka síðustu menn-
ina um borð og það var byrjað að
hífa klefann upp. Þegar eftir voru
160 fet til yfirborðsins stanzaði
klefinn. Donald tilkynnti Momsen
að vírinn á spilinu hefði óklárazt
eða tarnazt. Við þessi átök, sem
urðu, þegar vírinn tarnaðist stanz-
aði spilmótorinn og fékkst ekki í
gang aftur. Mennirnir um borð í
klefanum reyndu nú hemlakerfi,
sem notað var til að hagræða klef-
anum, þegar hann var kominn upp
á yfirborðið Með þessum hætti, að
hífa inn spönn og stanza síðan,
tókst þeim að hækka sig um fimm
fet, en þá virtist allt á ný vera í
sjálfheldu.
— Við sitjum fastir, tilkynnti
Donald.
Það lá varavír úr klefanum og
upp í spilið á Falcon og þeir reyndu
að hífa á þeim vír, en það gekk
ekki heldur.
Eina leiðin, sem eftir var að
reyna, var að aflása vírnum sem
lá á milli klefans og Squalusar. ■—
Momsen útnefndi tvö hundruð
punda þaulvanan kafbáta- og köf-
unarmann, Tompson að nafni, til að
vinna þetta verk og Tompson seig
í myrkt djúpið en ljósið frá Fal-
con og skipunum í kring vörpuðu
daufum bjarma á úfinn hafflötinn.
Thompson tókst ekki að aflása vírn-
um og til hans var rennt stærðar
klippum og þá tókst honum að
klippa hann í sundur. Þar með
bjuggust menn við að ráðin væri
bót á vandræðunum og byrjað var
að hífa á spili Falcons, og klefinn
byrjaði að færast upp á ný. Aftur
á skut Falcons hengu menn og
fylgdust með vírnum, þar sem hann
smádróst úr kafinu, en þeir höfðu