Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 112
110
ÚRVAL
til köfunar. Það sló þögn á menn í
stjórnklefanum og foringinn, sem
var á verði gaf skipun um, að skip-
stjórinn væri látinn vita, að allt
væri tilbúið til köfunarinnar, en
hann var uppi í turninum. Naquin
kapteinn leit enn einu sinni í kring-
um sig, þegar honum hafði borizt
tilkynningin. Það var talsverð ylgja.
Hann smeygði sér inn í turninn og
skipaði, að hringt væri bjöllunni til
merkis um að kafa skyldi. Með að-
stoð eins skipsmannsins gekk hann
sjálfur frá turnlúgunni.
Skipun hans hljóðaði svo: — All-
ir viðbúnir, neyðarköfun.
Hér var sem sé um það að ræða
að prófa hversu hratt kafbáturinn
gæti kafað, ef hann þyrfti að gera
það í skyndi. Squalus var 310 feta
langur og 1450 tonn svo að hér var
ekki neitt smáræðis flykki að stinga
sér. Þegar kapteinninn kom niður í
stjórnklefann hljómaði aðvörunar-
bjallan í annað sinn og kafbátur-
inn æddi áfram með 16 sjómílna
hraða, Við mælaborðið sat Doyle
liðsforingi og fylgdist með grænu
og rauðu ljósunum. Rauð ljós tákn-
uðu að enn væri lúga opin, en græn
ljós að lúga væri lokuð og var Ijós
fyrir hverja lúgu á skipinu.
Það voru enn tvö rauð ljós í
mælaborðinu. Þau sýndu, að enn
voru tvær lúgur opnar, báðar á
turninum. Önnur þeirra var loft-
ventill, sem var hafður opinn, þeg-
ar skipið sigldi ofansjávar, en hin
sem var tvöfalt stærri, var fyrir loft-
rás sem lá til vélarinnar. Alfred
Prien, vélamaður sneri þrýstilofts-
ventli og þá hurfu einnig þessi
rauðu ljós. Squalus var lokaður.
Þegar tankarnir fylltust tók kaf-
báturinn að sökkva ört, sjór flæddi
yfir dekkið, síðan um turninn og
eftir andartak var kafbáturinn horf-
inn af yfirborði hafsins.
Naquin kapteinn fór til Doyle
liðsforingja, þar sem hann sat við
mælaborðið. Hann starði á dýptar-
mælinn. Þegar hann sýndi 30 feta
dýpi, sagði hann: — Þetta ætlar
að ganga vel ....
Mælirinn sýndi 35 fet . . 40 . .
45. Þegar hann sýndi 50 fet, dýpt-
armarkið, sem stefnt var að, hróp-
uðu tveir sérfræðingar í smíði kaf-
báta, sem voru þarna um borð: —
Markið — og stöðvuðu skeiðklukk-
ur sínar. Þeir báru síðan saman
klukkurnar og sýndu báðar, að köf-
unin hafði tekið 62 sekúndur.
— Það er sérstaklega gott, sagði
kapteinninn og gekk að hringsjá nr.
1. Þegar hann gekk að henni heyrði
hann einkennilegt rennslishljóð. Á
römu stundu kom skelfingarglampi
í augu varðstjórans, Charles Kuney.
Hann var við símkerfi skipsins og
nú bárust honum boð frá vélarrúm-
inu: — Flæðir inn í vélarrúmið!
Hvernig, sem á því stóð, þá
hafði loftgatið, sem veitti lofti að
vélinni, þegar skipið var ofansjáv-
ar og áður hefur verið nefnt, ekki
lokazt, enda þótt grænt ljós kæmi
í mælaborðið, sem sýndi þessa lúgu
lokaða. Máski hafði lúgan eða gat-
ið opnazt aftur með einhverjum
hætti. Nú ruddist sjórinn af ofsa-
krafti inn í vélarrúmið og rennslis-
eða hvisshljóðið sem skipstjórinn
hafði heyrt, þegar hann gekk að
hringsjánni hafði stafað af lofti,