Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 88
86
ÚRVAL
í láginni að verkið væri stór-
skemmt. Þetta geta sagnfræðingar
nútímans ekki fallizt á, þeim finn-
ast breytingarnar ekki varða jafn
miklu og honum þótti. Árið 1765
komu síðustu bindin út, og sjö ár-
um síðar þau 11 bindi með mynd-
um, sem lofað hafði verið (2885
myndir).
Árið 1772, að afloknu hinu mikla
verki, fór Diderot til Rússlands til
fundar við konu, sem hann hafði
lengi skrifazt á við, og verið hon-
um svo hliðholl, að hún mátti heita
verndari hans. Þetta var Katrín
mikla, drottning Rússlands. Árið
eftir sneri hann heim og lifði í
friði og spekt síðustu ár ævinn-
ar. Hann dó árið 1784. Le Breton
dró sig í hlé árið 1773, seldi fyrir-
tæki sitt, og dó, einnig í friði og
spekt, sex árum síðar. Báðir neit-
uðu að skipta sér nokkuð af við-
bótarbindum orðabókarinnar og
næstu útgáfum af henni.
Helztu ásakanir á hendur orða-
bókarhöfundunum voru um „guð-
leysi“, „hroka“ og „virðingarleysi"
fyrir trúarbrögðunum, og frönsku
prestastéttinni, en í rauninni var
viðhorf orðabókarinnar gegn þess-
ari stofnun, kirkjunni, miklu rót-
tækara en þeir héldu. Allt ritið er
gegnsýrt af anda þeirrar byltingar,
sem hinar stórkostlegu uppgötvanir
náttúrufræðinnar á sextándu og
seytjándu öld fengu valdið, en stað-
hæfingar ekki bornar blákalt fram,
heldur látið sem verið sé að út-
lista viðhorf hinna framsæknustu
menntamanna átjándu aldar, efa-
semdir þeirra gagnvart trúarbrögð-
unum, skynsemistrú þeirra. f bak-
sýn fyrir greinum urn heimspeki-
leg efni og trúfræðileg var höfð
hin afarmikla framför í vísindum
og tækni, sem átt hafði sér stað
tvær næstu aldirnar á undan. Og
einmitt þessvegna er útkoma orða-
bókarinnar svo stórmerkur við-
burður, að af henni sést skýrt hví-
lík bylting var orðin á fyrir sakir
hinna nýju uppgötvana í náttúru-
fræði. Það má segja að orðabókin
gefi greinilega mynd af þjóðfé-
lagi, sem svo úrelt er orðið að
því er ekki framar við bjargandi,
svo það hlaut að farast, en við tók
hin mikla iðnvæðing nítjándu ald-
ar og reis þá brátt ný alda stór-
kostlegra framfara í vísindum,
þegar komið var fram á nítjándu
öld.
En þó að segja megi að orða-
bókin hafi fyrst og fremst verið
aldarlýsing og samdráttur þekk-
ingar, þekking í hnotskurn, var
hún einnig barátturit. Þar lýsti
sér efagirni um hið gamla og vold-
uga: kirkju og ríki, eins og þessar
stofnanir voru þá. Af skýringum
orðabókarinnar á tæknilegum efn-
um og vísindalegum, og af því hve
sjálfsagt hún telur að leggja til
grundvallar öllum skilningi hin ein-
földu lögmál náttúrunnar, gefur að
skilja að skilningur og skynsemi
muni vera hið eina rétta til við-
miðunar ef koma skal á umbót-
um á hinum ýmsu stofnunum þjóð-
félags.. Trúnaðartraust hennar á
skilning almennings og hæfni til
að tileinka sér þekkingu og ör-
yggi um framfarir þegar hindrun-
um væri rutt úr vegi, virtist mundu
boða nýja trú, trúna á vísindin.