Úrval - 01.06.1968, Side 88

Úrval - 01.06.1968, Side 88
86 ÚRVAL í láginni að verkið væri stór- skemmt. Þetta geta sagnfræðingar nútímans ekki fallizt á, þeim finn- ast breytingarnar ekki varða jafn miklu og honum þótti. Árið 1765 komu síðustu bindin út, og sjö ár- um síðar þau 11 bindi með mynd- um, sem lofað hafði verið (2885 myndir). Árið 1772, að afloknu hinu mikla verki, fór Diderot til Rússlands til fundar við konu, sem hann hafði lengi skrifazt á við, og verið hon- um svo hliðholl, að hún mátti heita verndari hans. Þetta var Katrín mikla, drottning Rússlands. Árið eftir sneri hann heim og lifði í friði og spekt síðustu ár ævinn- ar. Hann dó árið 1784. Le Breton dró sig í hlé árið 1773, seldi fyrir- tæki sitt, og dó, einnig í friði og spekt, sex árum síðar. Báðir neit- uðu að skipta sér nokkuð af við- bótarbindum orðabókarinnar og næstu útgáfum af henni. Helztu ásakanir á hendur orða- bókarhöfundunum voru um „guð- leysi“, „hroka“ og „virðingarleysi" fyrir trúarbrögðunum, og frönsku prestastéttinni, en í rauninni var viðhorf orðabókarinnar gegn þess- ari stofnun, kirkjunni, miklu rót- tækara en þeir héldu. Allt ritið er gegnsýrt af anda þeirrar byltingar, sem hinar stórkostlegu uppgötvanir náttúrufræðinnar á sextándu og seytjándu öld fengu valdið, en stað- hæfingar ekki bornar blákalt fram, heldur látið sem verið sé að út- lista viðhorf hinna framsæknustu menntamanna átjándu aldar, efa- semdir þeirra gagnvart trúarbrögð- unum, skynsemistrú þeirra. f bak- sýn fyrir greinum urn heimspeki- leg efni og trúfræðileg var höfð hin afarmikla framför í vísindum og tækni, sem átt hafði sér stað tvær næstu aldirnar á undan. Og einmitt þessvegna er útkoma orða- bókarinnar svo stórmerkur við- burður, að af henni sést skýrt hví- lík bylting var orðin á fyrir sakir hinna nýju uppgötvana í náttúru- fræði. Það má segja að orðabókin gefi greinilega mynd af þjóðfé- lagi, sem svo úrelt er orðið að því er ekki framar við bjargandi, svo það hlaut að farast, en við tók hin mikla iðnvæðing nítjándu ald- ar og reis þá brátt ný alda stór- kostlegra framfara í vísindum, þegar komið var fram á nítjándu öld. En þó að segja megi að orða- bókin hafi fyrst og fremst verið aldarlýsing og samdráttur þekk- ingar, þekking í hnotskurn, var hún einnig barátturit. Þar lýsti sér efagirni um hið gamla og vold- uga: kirkju og ríki, eins og þessar stofnanir voru þá. Af skýringum orðabókarinnar á tæknilegum efn- um og vísindalegum, og af því hve sjálfsagt hún telur að leggja til grundvallar öllum skilningi hin ein- földu lögmál náttúrunnar, gefur að skilja að skilningur og skynsemi muni vera hið eina rétta til við- miðunar ef koma skal á umbót- um á hinum ýmsu stofnunum þjóð- félags.. Trúnaðartraust hennar á skilning almennings og hæfni til að tileinka sér þekkingu og ör- yggi um framfarir þegar hindrun- um væri rutt úr vegi, virtist mundu boða nýja trú, trúna á vísindin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.