Úrval - 01.06.1968, Síða 130
128
ÚRVAL
arskip, sem gátu stungið sér stund
og stund í kaf, en með tilkomu at-
omorkunnar, gátu þeir verið það
endalaust, þess vegna, að þeir urðu
ekki orkuvana. En þá var lag kaf-
bátanna ekki hentugt, og nú ákvað
Momsen að leggja höfuðið í bleyti
og' finna upp kafbát, sem gæti farið
með 60 sjómílna hraða, kafað 10
þúsund fet niður og verið öllum
skipum snarari í snúningum á yfir-
borðinu.
Momsen vissi af biturri reynslu,
að það þýddi lítið að æða með
teikningar sínar og hugmyndir til
flotayfirvaldanna enda var hugar-
far þeirra þannig í garð kafbáta,
þegar stríðinu lauk, að geysimikil
fjárveiting var veitt til að finna upp
og bæta tæki til að koma kafbátum
fyrir kattarnef, en enginn hefði
viljað hlusta á ráðagerðir Mom-
sens um nýja gerð af kafbátum.
Momsen lagði því tillögu sína
þannig fyrir, að kafbáturinn, sem
hann vildi láta smíða væri nauð-
synlegur fyrir kafbátaveiðara til að
æfa sig á. Þetta skildu allir og þótti
sjálfsagt að smíðaður væri kafbát-
ur í þessum tilgangi. Momsen fékk
síðan fé til að fást við kafbát sinn.
Hann fékk i lið með sér vísinda-
menn og verkfræðinga og það voru
gerðar endalausar tilraunir eftir
fyrirsögn Momsens. Loks varð til
kafbátur, sem nefndur var Alba-
core og reyndist vera bylting í
gerð kafbáta Þeir, sem fengust við
að koma kafbátum fyrir kattarnef
stóðu ráðalausir. Þessi kafbátur,
sem lék sér í kringum Nautilus
(fyrsta atofknúða kafbátinn), lék
sér að því, að komast undan öllum
þekktum tækjum til að eyða með
kafbátum, Hann var svo snar í
snúningum, gat kafað svo djúpt og
verið svo lengi í kafi, að það voru
engin ráð tiltæk til að ná honum.
Þetta varð til þess að flotinn skipti
um skoðun og tók að leggja stund
á smíði þessarar nýju kafbátagerð-
ar og efla hana sem mest og á nú
mikinn flota slíkra kafbáta.
Momsen hélt ræðu, þegar Alba-
core var hleypt af stokkunum í
Portsmouth. Pallurinn, sem hann
talaði af var hluti af turninum af
Squalus.
Það var herskoðun, og aðmirállinn bað okkur um að kippa upp
buxnaskálmunum, svo að hann gæti séð, hvort við værum í hinum
réttu sokkum. 1 fremstu röð stóð ungur sjóliði, skjálfandi á bein-
unum, þvi að hann var í appelsínugulum sokkum. Aðmírállinn starði
á betta furðuverk um hríð án þess að segja orð. Að lokum stundi hann
'upp: Segið mér, maður minn, lýsa þeir í myrkri?“
- Georc/e Williams.
Margar stúlkur fá nú karlmannslaun
af fengið þau?
en hafa þær ekki allt-
F.J.