Úrval - 01.06.1968, Síða 50
48
ÚRVAL
leiðbeiningum mínum, heldur þeim
kraftaverkum guðs, sem nú skulu
sýnd. Þeir, sem koma inn á safn og
ætla sér að skoða þá sjaldgæfu
hluti, sem þar sjást allsstaðar og
undir handleiðslu safnvarðarins •—
eða bent á með staf hans — móðg-
ast ekki þótt slíkur stafur sé eigi
alltaf fagur, þar sem á hinn bóginn
forkunnar fagur stafur getur dreg-
ið athygli gestanna of mikið að sér.
Slíkur stafur í hendi guðs er lík-
skerinn, sem sýnir hina sjaldséðari
hluti í líkamanum eða á afburða-
safni. Stundum á hann skilið að
njóta óskiptrar athygli vegna snilli
sinnar við fyrirlesturinn eða lík-
skurðinn, en slíkt hrós eiga mínir
háæruverðugu lærifeður og fyrir-
rennarar á þessum stað skilið — en
stundum, og það viðurkenni ég hvað
sjálfan mig snertir, mun sá, sem
ekki gerir góða grein fyrir máli
sínu og bætir þar á ofan klaufsk-
um handtökum, heldur hneyksla en
gleðja, ef list fræðigreinarinna drægi
ekki að sér athygli óskipta athygli
áhorfenda.
En ef líkið virðist ei fagurt strax
frá byrjun og jafnvel ógnvekjandi,
því það er dauðans gulgráa mynd,
þá spyr ég yður af alvöru, hvort
þér séuð ekki alltof auðtrúa gagn-
vart skilningarvitum yðar, því að
á líkan hátt valda skilningarvit oss
vonbrigðum, þegar þau í Silener
Alkibiadesar álíta allt mjög fyrir-
litlegt og hlægilegt þar sem ytra
útlit er hlægilegt og' fyrirlitlegt og
setja hinn purpuraklædda apa í há-
sæti vegna litadýrðar klæðnaðarins.
Aðeins heimurinn lofar fleiri og
stærri hlutum en hann gefur og
náttúran gefur fleiri hluti og stærri
en hún lofar, en bæði valda von-
brigðum að því leyti, að hin hulda
er öðruvísi en hið ljósa — en það
er gleðileg villa, þegar maður á
stuttum tíma nær því að hætta að
fyrirlíta eða óttast það sem er auð-
virðilegt eða fráhindrandi og viður-
kennir það með mestu vellíðan, sem
mikið og geðþekkt undur. Horfi
maður á demanta strax eftir að
þeir eru höggnir úr kletti, eða upp-
grafnir úr forinni við fjallsræturn-
ar eru þeir hrjúfir og óhreinir, en
þegar snilli meistarans hefur fjar-
lægt hina ófögru skel verður finn-
andinn yfir sig hrifinn af glitri
þeirra og verðmæti, — hið sama
sjáum vér, er vér horfum á aðra
eðalsteina — eða gullnámu og sízt
má gleyma að perlur koma úr rotn-
andi ostrum. Öll þessi dæmi sýna,
að þeir hlutir, sem skilningarvit-
unum finnast fráhindrandi fela oft
hluti, sem sömu skilningarvitum
finnast einstaklega aðlaðandi, en
takmarkanir vorar eru ekki einar
um að fela hina fegurstu hluti, því
furður náttúrunnar gera það einnig.
Vér getum hrifizt af yfirborðinu, en
inni fyrir opnast hinum leitandi slík-
ar dásemdir, að þeir sjá greinilega
að hin ytri fegurð er aðeins fyrir-
boði innri dásemda.
Sá, sem á hinum fegursta árstíma
sér engi í fjarlægð, skynjar með
augum hina þægilegustu tilfinn-
ingu er hann lítur litadýrðina, en
er hann á sjálfu enginu beygir sig
niður til þess að skoða blöð og blóm
einstakra plantna, sér hann svo
greinilega mismun þeirra og yndi
að honum verður ósjálfrátt að orði: