Úrval - 01.06.1968, Síða 50

Úrval - 01.06.1968, Síða 50
48 ÚRVAL leiðbeiningum mínum, heldur þeim kraftaverkum guðs, sem nú skulu sýnd. Þeir, sem koma inn á safn og ætla sér að skoða þá sjaldgæfu hluti, sem þar sjást allsstaðar og undir handleiðslu safnvarðarins •— eða bent á með staf hans — móðg- ast ekki þótt slíkur stafur sé eigi alltaf fagur, þar sem á hinn bóginn forkunnar fagur stafur getur dreg- ið athygli gestanna of mikið að sér. Slíkur stafur í hendi guðs er lík- skerinn, sem sýnir hina sjaldséðari hluti í líkamanum eða á afburða- safni. Stundum á hann skilið að njóta óskiptrar athygli vegna snilli sinnar við fyrirlesturinn eða lík- skurðinn, en slíkt hrós eiga mínir háæruverðugu lærifeður og fyrir- rennarar á þessum stað skilið — en stundum, og það viðurkenni ég hvað sjálfan mig snertir, mun sá, sem ekki gerir góða grein fyrir máli sínu og bætir þar á ofan klaufsk- um handtökum, heldur hneyksla en gleðja, ef list fræðigreinarinna drægi ekki að sér athygli óskipta athygli áhorfenda. En ef líkið virðist ei fagurt strax frá byrjun og jafnvel ógnvekjandi, því það er dauðans gulgráa mynd, þá spyr ég yður af alvöru, hvort þér séuð ekki alltof auðtrúa gagn- vart skilningarvitum yðar, því að á líkan hátt valda skilningarvit oss vonbrigðum, þegar þau í Silener Alkibiadesar álíta allt mjög fyrir- litlegt og hlægilegt þar sem ytra útlit er hlægilegt og' fyrirlitlegt og setja hinn purpuraklædda apa í há- sæti vegna litadýrðar klæðnaðarins. Aðeins heimurinn lofar fleiri og stærri hlutum en hann gefur og náttúran gefur fleiri hluti og stærri en hún lofar, en bæði valda von- brigðum að því leyti, að hin hulda er öðruvísi en hið ljósa — en það er gleðileg villa, þegar maður á stuttum tíma nær því að hætta að fyrirlíta eða óttast það sem er auð- virðilegt eða fráhindrandi og viður- kennir það með mestu vellíðan, sem mikið og geðþekkt undur. Horfi maður á demanta strax eftir að þeir eru höggnir úr kletti, eða upp- grafnir úr forinni við fjallsræturn- ar eru þeir hrjúfir og óhreinir, en þegar snilli meistarans hefur fjar- lægt hina ófögru skel verður finn- andinn yfir sig hrifinn af glitri þeirra og verðmæti, — hið sama sjáum vér, er vér horfum á aðra eðalsteina — eða gullnámu og sízt má gleyma að perlur koma úr rotn- andi ostrum. Öll þessi dæmi sýna, að þeir hlutir, sem skilningarvit- unum finnast fráhindrandi fela oft hluti, sem sömu skilningarvitum finnast einstaklega aðlaðandi, en takmarkanir vorar eru ekki einar um að fela hina fegurstu hluti, því furður náttúrunnar gera það einnig. Vér getum hrifizt af yfirborðinu, en inni fyrir opnast hinum leitandi slík- ar dásemdir, að þeir sjá greinilega að hin ytri fegurð er aðeins fyrir- boði innri dásemda. Sá, sem á hinum fegursta árstíma sér engi í fjarlægð, skynjar með augum hina þægilegustu tilfinn- ingu er hann lítur litadýrðina, en er hann á sjálfu enginu beygir sig niður til þess að skoða blöð og blóm einstakra plantna, sér hann svo greinilega mismun þeirra og yndi að honum verður ósjálfrátt að orði:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.