Úrval - 01.06.1968, Síða 85

Úrval - 01.06.1968, Síða 85
ALFRÆÐIORÐABÓK DIDEROTS 83 Caritat de Condorcet, fæddur 1743. Einn af þessum mönnum, Morellet, lifði fram til ársins 1819. Var þarna ýmsu ólíku saman að jafna, ekki einungis að aldri til, heldur við- horfum og ekki sízt frægð, og má nærri geta hvort maður sem fædd- ur var meðan Lúðvík fjórtándi var ungmenni, hefur ekki haft aðra af- stöðu til mála en sá, sem lifði það að sjá veldi Napóleons rísa og hníga. Þó að Encyclopœdia ætti þessu gengi öllu að fanga: ágætri skipu- lagningu og duglegum fram- kvæmdastjórum og afbragðs rit- stjórum og afbragðs samverka- mönnum, dró stundum slíkar blik- ur á loft að bráð hætta virtist á því að verkið stöðvaðist. Ekki var annað bindið fyrr komið út en fyrsta ólagið reið af. Starfsmenn orðabókarinnar voru álitnir mjög róttækir í skoðunum í þá daga. I formálanum lýsa þeir Diderot og d’Alembert yfir stuðningi sínum við kenningar Francis Bacons um yfirburði náttúrufræðilegra rann- sókna (fram yfir það að taka gild orð eldri bóka svo sem biblíunnar) og flestir róttækir átjándualdar- menn létu berlega í ljós hver áhrif þeir höfðu fengið frá John Locke, en heimspeki hans þótti þá hið mesta hneyksli meðal íhaldssamra eldri manna. Þessi frávikning frá rétttrúnaði fyrri alda vakti svo óvild gegn orðabókinni og spruttu af því deilur. De Prades ábóti, einn þeirra sem vann að samningu orðabókarinnar, varð fyrir svæsnum árásum af hendi kirkjunnar manna, einkum þó Kristsmunka, í tilefni af ritgerð sem hann hafði borið fram við Sorbonne-háskóla. Hann hafði einnig gert grein fyrir aðalatriðum þessarar ritgerðar í grein sem birt- ist í orðabókinni. Kristsmunkar tóku ákaft þátt í þessari deilu, voru þeir þá komnir langt á leið með að taka forustu í málefnum kirkjunn- ar í Frakklandi, og var það ein ástæðan, en önnur sú, að þeir þótt- ust geta sannað ___ og mun hafa verið eitthvað til í því — að al- fræðiorðabókarhöfundarnir hefðu tekið ófrjálsri hendi sitt af hverju úr orðabók þeirra sjálfra Diction- naire de Trevoux (1704). Af þessu hlauzt það, að erkibiskupinn í París gaf út hirðisbréf þar sem de Prades er ávíttur, en auk þess vik- ið óljóst að „öðrum bókum, þar sem úir og grúir af villum og guð- leysi veður uppi“. Samtímamenn töldu hann eiga við alfræðaorða- bókina, Encyclopædiu Diderots. Biskupinn í Auxerre gaf út aðra yf- irlýsingu enn berorðari, þar sem ekki einungis de Prades og al- fræðiorðabókin eru fordæmd, held- ur einnig rit Montesquieu um stjórn ríkja og rit Buffons um náttúru- fræði. De Prades flýði til Berlínar, en útgefendur alfræðiorðabókarinnar sátu kyrrir í París til þess að bera af sér ákærurnar, og Diderot skrif- aði biskupnum í Auxerre opið bréf, þar sem hann hrakti allar ásakan- ir hans. En hvernig sem útgefend- urnir reyndu að verja málstað sinn — og tókst það — var útgáfa tveggja fyrstu bindanna bönnuð með tilskipun ríkisráðs 7. febrúar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.