Úrval - 01.06.1968, Síða 58
56
ÚRVAL
bæðu brezka flugherinn um að
reyna þetta.... Og tækist flug-
mönnunum að finna húsið í þessu
þéttbyggða hverfi, þar sem öll
bröttu þökin virtust hverju öðru
lík . . . þá mundi kannske takast
að eyðiieggja allt skjalasafn Gesta-
pos í húsinu og bjarga þannig and-
spyrnuhreyfingunni okkar. Og sú
hræðilega þolraun tæki kannske
fljótt enda fyrir okkur fangana á
þakhæðinni, sem vorum langt frá
því að vera „ómissandi".
Klukkan 8.55 f. h. Fangavörður-
inn Wiesmer með svipbrigðalausa
andlitið og tveir aðrir hermenn
komu nú að klefa mínum til þess
að fylgja mér út úr húsinu. Við
lögðum af stað niður stigana. Þeg-
ar við gengum framhjá fjórðu og
þriðju hæð, kom 'ég sem snöggvast
auga á geysilangar raðir af skjala-
skápum, sem voru troðfullir af
hættulegum skýrslum, sem ógnuðu
tilveru félaga minna. Hversu heitt
ég þráði þá stundina að hafa hand-
sprengju meðferðis!
Við komum að aðalinngöngudyr-
um hússins, en þar stanzaði Wies-
mer og bölvaði kröftuglega. „Morg-
unbíllinn er farinn. Nú verðum við
að bíða til klukkan eitt.“ Því lá
leiðin aftur í fangaklefann . . . og
þangað var ég kominn aftur klukk-
an 9.02 f. h.
Ég áleit þessa töf ekki neitt mik-
ilvæga né heldur þá staðreynd, að
ég var ekki settur í gamla klefann
minn aftur. Hann var númer 10, en
klefinn, sem ég var nú settur í, var
númer 6. Hvaða máli skiptu nokkr-
ar klukkustundir í viðbót, þegar ég
átti nú bráðum að yfirgefa vini
mína að eilífu, jafnvel án þess að
kveðja? Ég var alltaf að líta á úr-
vísana, sem nálguðust hægt og hægt
hinn ákveðna brottfarartíma minn.
Klukkan varð 10.00 . . . 11.00 . . .
11.15. . . . Ekki grunaði mig, að hin
„óhugsanlega“ loftárás, sem við
höfðum vonazt svo lengi eftir, væri
nú alveg á næstu grösum. Okkur
grunaði ekki, að Bandamenn höfðu
notfært sér slæmu veðurskilyrðin
til þess að gera óvænta skyndiárás.
Það voru 46 flugvélar í árásarflot-
anum, 18 Mosquitosprengjuflugvél-
ar og 28 Mustangorrustuflugvélar.
Og nú stefndu þær beint á Shell-
húsið og nálguðust það óðum.
Klukkan 11.18 f. h. Ég spratt á
fætur, þegar ég heyrði ýlfrið í flug-
vélunum, sem steyptu sér niður. Og
svo skullu sprengjurnar á Shell-
húsið. Gólfið á þakhæðinni bylgj-
aðist ofboðslega undir fótum mér.
Rykkóf þyrlaðist um allt, svo að
það varð erfitt að sjá eða anda.
Rúmið hentist þvert yfir gólfið, og
allt lauslegt í klefanum þeyttist
fram og aftur. Ég gerði mér grein
fyrir því, að þetta voru bara
sprengjurinar frá fyrstu flugvéla-
bylgjunni, sem flaug yfir Shellhús-
ið. Tækist þeim að eyðileggja
skjalasafnið, sem var bara 30 fet-
um fyrir neðan okkur? Tækist þeim
að eyðileggja það . . . án þess að
verða okkur að bana um leið?
Ég tók upp tréstólinn minn og
henti honum í klefahurðina. Mér
til mikillar undrunar splundraðist
hún. Ég æddi fram á gang, en þar
stóð Wiesmer og ætlaði að hindra
mig í að komast leiðar minnar. —
Mosquitosprengjuflugvélarnar voru