Úrval - 01.06.1968, Síða 115
113
SQUALUS ER SOKKINN
DYRNAR ÚT í SJÓINN
Squalus var skipt í sjö megin-
hólf, og var hægt að einangra hvert
þeirra um sig, því að hurðir þeirra
voru vatnsþéttar.
í hólfinu bak við stjórnklefann
voru rafmagnstæki og Lloyd Man-
ess undirforingi hafði þar þann
starfa að fylgjast með straummæli
og tilkynna um breytingar. Hann
þurfti þess ekki með, því að áður
en það yrði, varð hann var við
mikinn loftstraum inn í rúmið og
heyrði Kuney kalla, að vélarúmið
væri að fyllast af sjó.
Ljósin slokknuðu nær samstund-
is, en Maness greip til neyðarkerf-
is. Það bar daufa birtu, en næga
til þess, að Maness sá sjóinn ryðj-
ast inn um hverja smugu. Hann
hljóp að vatnsþéttu dyrunum til að
loka klefa sínum. Hann vissi af
-mönnum, sem enn voru aftur í bátn-
um og hann öskraði til þeirra að
flýta sér og einn af öðrum klifu
mennirnir inn í klefann, en allt var
nú öfugt, þar sem báturinn stóð á
endanum. Tveir menn komu ekki
um leið og hinir, það var kokkur-
inn og maður, sem hafði verið að
hjálpa honum í messanum. Hjálp-
ardrengurinn, Blanchard, kraflaði
sig samt fljótlega af stað og hand-
styrkti sig styttu af styttu, þar til
hann komst að klefadyrunum, sem
Maness hélt opnum. Kokkurinn aft-
urámóti lét bíða eftir sér. Hann
hafði lokað vatnsþéttum dyrum
strax og hann varð var við að sjór
kom í vélarhúsið, en síðan hafði
hann farið að kíkja á vatnsfossinn
þar inn í gegnum kýrauga og
gleymdi sér hreinlega við það.
í framrúminu var einnig hættu-
ástand. Strax og lekans varð þar
vart, hafði rafmagnsmaðurinn Gain-
or lokað vatnsþéttu dyrunum, en
hann veitti fljótlega athygli í-
skyggilegu flökkti á ljósunum. Það
hlaut að leiða einhversstaðar heift-
arlega út og af því gat vitaskuld
stafað mikil hætta i báti fullum
af sprengiefni.
Gainor greip vasaljós og kleif af
stað, því að nú varð ekki gengið
með venjulegum hætti. Hann los-
aði um lúguna niður í rafgeyma-
klefann undir gólfinu í rúminu, sem
hann var í. Honum brá í brún,
þegar hann kíkti niður í dimmt
geymarúmið. Hann sá logana hlaupa
frá geymi til geymis í svo sem átta
þumlunga boga. Hitinn var svo mik-
ill, að gufan streymdi út úr geym-
unum og einangrunin var byrjuð
að bráðna. Ef ekkert yrði aðgert
umsvifalaust, hlaut að verða stór-
kostleg sprenging innan smá-
stundar og myndi sú sprenging lík-
lega rífa Squalus í tvennt eða að
minnsta kosti opna stóra rifu. Gain-
or hætti þarna ótrauður lífi sínu,
lét sig síga niður og komst við ill-
an leik að aðalörygginu og gat kippt
því úr sambandi, og þá dóu um
leið öll ljós fram í skipinu en log-
inn í geymarúminu dó strax útaf,
Kokkurinn afturí rankaði ekki
við sér fyrr en hann fann sjóinn
flæða um fætur sér, þá tók hann
til fótanna að leita uppi vatnsþétt
hólf. Maness hafði enn ekki lokað
dyrunum á sínu vatnsþétta hólfi,
þar sem hann vissi kokkinn enn
ókominn, en nú var hver sekúndan
að verða sú síðasta og kokkinn bar