Úrval - 01.06.1968, Síða 115

Úrval - 01.06.1968, Síða 115
113 SQUALUS ER SOKKINN DYRNAR ÚT í SJÓINN Squalus var skipt í sjö megin- hólf, og var hægt að einangra hvert þeirra um sig, því að hurðir þeirra voru vatnsþéttar. í hólfinu bak við stjórnklefann voru rafmagnstæki og Lloyd Man- ess undirforingi hafði þar þann starfa að fylgjast með straummæli og tilkynna um breytingar. Hann þurfti þess ekki með, því að áður en það yrði, varð hann var við mikinn loftstraum inn í rúmið og heyrði Kuney kalla, að vélarúmið væri að fyllast af sjó. Ljósin slokknuðu nær samstund- is, en Maness greip til neyðarkerf- is. Það bar daufa birtu, en næga til þess, að Maness sá sjóinn ryðj- ast inn um hverja smugu. Hann hljóp að vatnsþéttu dyrunum til að loka klefa sínum. Hann vissi af -mönnum, sem enn voru aftur í bátn- um og hann öskraði til þeirra að flýta sér og einn af öðrum klifu mennirnir inn í klefann, en allt var nú öfugt, þar sem báturinn stóð á endanum. Tveir menn komu ekki um leið og hinir, það var kokkur- inn og maður, sem hafði verið að hjálpa honum í messanum. Hjálp- ardrengurinn, Blanchard, kraflaði sig samt fljótlega af stað og hand- styrkti sig styttu af styttu, þar til hann komst að klefadyrunum, sem Maness hélt opnum. Kokkurinn aft- urámóti lét bíða eftir sér. Hann hafði lokað vatnsþéttum dyrum strax og hann varð var við að sjór kom í vélarhúsið, en síðan hafði hann farið að kíkja á vatnsfossinn þar inn í gegnum kýrauga og gleymdi sér hreinlega við það. í framrúminu var einnig hættu- ástand. Strax og lekans varð þar vart, hafði rafmagnsmaðurinn Gain- or lokað vatnsþéttu dyrunum, en hann veitti fljótlega athygli í- skyggilegu flökkti á ljósunum. Það hlaut að leiða einhversstaðar heift- arlega út og af því gat vitaskuld stafað mikil hætta i báti fullum af sprengiefni. Gainor greip vasaljós og kleif af stað, því að nú varð ekki gengið með venjulegum hætti. Hann los- aði um lúguna niður í rafgeyma- klefann undir gólfinu í rúminu, sem hann var í. Honum brá í brún, þegar hann kíkti niður í dimmt geymarúmið. Hann sá logana hlaupa frá geymi til geymis í svo sem átta þumlunga boga. Hitinn var svo mik- ill, að gufan streymdi út úr geym- unum og einangrunin var byrjuð að bráðna. Ef ekkert yrði aðgert umsvifalaust, hlaut að verða stór- kostleg sprenging innan smá- stundar og myndi sú sprenging lík- lega rífa Squalus í tvennt eða að minnsta kosti opna stóra rifu. Gain- or hætti þarna ótrauður lífi sínu, lét sig síga niður og komst við ill- an leik að aðalörygginu og gat kippt því úr sambandi, og þá dóu um leið öll ljós fram í skipinu en log- inn í geymarúminu dó strax útaf, Kokkurinn afturí rankaði ekki við sér fyrr en hann fann sjóinn flæða um fætur sér, þá tók hann til fótanna að leita uppi vatnsþétt hólf. Maness hafði enn ekki lokað dyrunum á sínu vatnsþétta hólfi, þar sem hann vissi kokkinn enn ókominn, en nú var hver sekúndan að verða sú síðasta og kokkinn bar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.