Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 128

Úrval - 01.06.1968, Qupperneq 128
126 ÚRVAL ekki lengi horft á hann, þegar þeir sáu þræðina fara að koma upp slitna, einn af öðrum. Vírinn hafði slitnað einhvers staðar milli skips- ins og klefans. Hann hafði ekki þolað álagið. Þeir áttu þess von, að vírinn brysti á hverri stundu. Momse.r skipaði Dónald að kasta kjölfest- unni, sem var í klefanum, en það dugði ekki og klefinn tók að sökkva og sökk alla leið til botns, Það var engu líkara en sjórinn hefði ekki fengið nóg, þó að 26 menn væru orðnir honum að bráð. Mennirnir í klefanum voru ekki í bráðri hættu. Kuldinn var að vísu mikill, en það var hægt að dæla nægjanlegu lofti niður til þeirra Momsen óttaðist mest, að hinir langþreyttu kafbátsmenn misstu nú kjarkinn, þegar þeir voru enn komnir í sjálfheldu, eftir að hafa verið orðnir öruggir um björgun. Hann þurfti þó ekki að hafa áhyggjur af þessu, því að hann gat heyrt til þeirra, þar sem þeir voru í hrókasamræðum um það, hvaða mat þeir kysu sér og hvern- ig þeir vildu hafa hann matreidd- an og loks tóku þeir til að syngja létta söngva. Kafari var látinn síga niður með vír og átti hann að reyna að festa hann í klefann. Kafarinn flæktist í vírslitrunum, sem enn lágu niður í klefann og erfiðleikar hans við að losa sig kostuðu hann svo mikla áreynslu, að loftleiðslurnar niður í hjálminn gátu ekki fært honum nægjanlegt loft, og hann tapaði meðvitund. Hann náðist upp á síð- ustu stundu og talaði fyrst eintómt rugl, en svo komst hann til ráðs og gat skýrt frá því, að hann hefði fundið, hvar vírinn hefði brostið og þar var ekki eftir nema einn mjór þáttur. Annar kafari var sendur niður. Hann var niðri í 33 mínútur en lánaðist ekki að koma nýjum vír fyrir í klefanum og kom upp við svo búið. Þá var ekki eftir nema eitt neyðarúrræði, og það var að létta eins mikið á klefanum og mögulegt var, þannig að það væri sem næst því að honum skyti upp að sjálfu sér, en nauðsynlegt var að stjórna klefanum á leiðinni upp, annars hefðu mennirnir komið upp sem grautur eða stappa. Þegar klef- inn var orðinn eins léttur og kost- ur væri á ætlaði Momsen að draga klefann upp á höndum, því að hann treysti ekki spilinu. Ölduhæð var orðin einir tveir metrar og það var ekki víst að þessi eini þáttur sem eftir var þyldi það, þegar Falcon risi á öldu og spilið drægi líka. — Momsen gaf nú Donald skipun um að losa sig við kjölfestu. Momsen hélt sjálfur um vírinn og fylgdist með hreyfingum klefans. Of mikla kjölfestu mátti hann ekki láta út en ekki heldur mátti ofbjóða þess- um eina streng. Tvívegis enn gaf Momsen skipun um að sleppa kjöl- festu og þá loksins fannst honum vegur að hífa klefann upp með gætni. Hann stóð sjálfur fremstur en ellefu skipverjar röðuðu sér á vírinn. Þeir gáfu eftir á öldu en höluðu hratt slakann í öldudölun- um. Komið var fram yfir miðnætti, nóttin var myrk og himinn þung- búinn. Klefinn þumlungaðist upp
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.