Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
höfðu síðan víggirt þær rammlega.
Þessar belgísku hafnarborgir voru
mikil ógnun við hinar lífsnauðsyn-
legu siglingaleiðir milli Englands og
Frakklands. Þær voru í minna en
80 mílna fjarlægð frá hafnarborg-
inni Dover á suðurströnd Englands,
og var álitið að þær væru aðseturs-
staður 10 tundurspilla, 35 tundur-
skeytabáta og a.m.k. 10 kafbáta. Frá
Zeebrugge lá skipaskurður 10 míl-
ur inn í land, þ.e. til borgarinnar
Bruges. En annar skipaskurður
tengdi svo Ostend einnig við Brug-
es.
í Bruges var geysistór skipasmíða-
stöð, sem Þjóðverjar höfðu breytt í
flotastöð, og var hún 300 mílum
nær Englandi en nokkur þýzk höfn.
Af áðurnefndum skipategundum
voru það aðeins tundurskeytabát-
arnir, sem gátu notað skipaskurð-
inn til Ostend. En tundurspillar og
kafbátar gátu aftur á móti siglt um
dýpri skipaskurðinn til Zeebrugge.
Keyes aðmíráll lagði til, að loka
skyldi þessum hættulegu skipa-
skurðum með því að sökkva brezk-
um skipum í mynni þeirra. Tækist
þessi tilraun, mundu a.m.k. 30 tund-
urskeytaskip verða úr leik það sem
eftir var stríðsins.
Kafbátastöðin Zeebrugge skyldi
verða aðalskotmarkið. Út frá strönd-
inni við Zeebrugge teygði sig hafn-
argarður úr steini, og verndaði hann
skipaskurðinn fyrir stormum
Norðursjávar. Mestur hluti hafnar-
garðsins var einnig risavaxin járn-
brautarendastöð, og var birgðum
skipað þaðan beint út í þýzku her-
skipin.
Stór hábrú úr stálgrindum tengdi
svo skipakví þessa við ströndina, en
stálgrindabrú þessi var jafnframt
undirstaða járnbrautarteinanna og
stöðvarinnar. Hafnargarðinum til
verndar voru svo vélbyssur, gadda-
vír og fimm stórar fallbyssur með-
fram ströndinni, og drógu þær allt
að 18 mílna vegalengd.
HÆTTULEGT UPPÁTÆKI
Keyes ætlaði að koma liði upp á
hafnargarðinn til þess að villa um
fyrir Þjóðverjum. En á meðan áttu
þrjú gömul beitiskip að sigla með
leynd inn í höfnina, og þeim átti
að sökkva þvert fyrir mynni skipa-
skurðarins. Það mátti alls ekki nota
loftskeytatæki eða önnur merkja-
kerfi, og allt varð að framkvæma á
nákvæmlega réttum tíma í öllum
smáatriðum, ætti tilraunin að tak-
ast.
Þýðingarmesti þátturinn í allri
fyrirætluninni var samt alveg óút-
reiknanlegur. Og það var veðrið.
Það mátti ekki vera neitt tunglskin.
Vindurinn átti að blása í áttina til
strandar, svo að innrásarskipin gætu
falið sig í reykmekki. Ætti að tak-
ast að koma beitiskipunum inn í
mynni skipaskurðarins, varð slíkt
að gerast um háflóð, þegar stór-
streymt var. En samt varð sjórinn
að vera kyrr, svo að unnt reyndist
að koma herliðinu upp á hafnar-
garðinn.
Úreltu beitiskipin Iphigenia, Sir-
ius, Brilliant, Intrepid og Thetis
voru nú skoðuð vandlega og yfir-
farin. Komið var fyrir miklu
sprengiefni í kili þeirra, sem var
fylltur af steinsteypu. Sett var
gerviþilfar í Vindictive og land-