Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 32

Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 32
30 ÚRVAL höfðu síðan víggirt þær rammlega. Þessar belgísku hafnarborgir voru mikil ógnun við hinar lífsnauðsyn- legu siglingaleiðir milli Englands og Frakklands. Þær voru í minna en 80 mílna fjarlægð frá hafnarborg- inni Dover á suðurströnd Englands, og var álitið að þær væru aðseturs- staður 10 tundurspilla, 35 tundur- skeytabáta og a.m.k. 10 kafbáta. Frá Zeebrugge lá skipaskurður 10 míl- ur inn í land, þ.e. til borgarinnar Bruges. En annar skipaskurður tengdi svo Ostend einnig við Brug- es. í Bruges var geysistór skipasmíða- stöð, sem Þjóðverjar höfðu breytt í flotastöð, og var hún 300 mílum nær Englandi en nokkur þýzk höfn. Af áðurnefndum skipategundum voru það aðeins tundurskeytabát- arnir, sem gátu notað skipaskurð- inn til Ostend. En tundurspillar og kafbátar gátu aftur á móti siglt um dýpri skipaskurðinn til Zeebrugge. Keyes aðmíráll lagði til, að loka skyldi þessum hættulegu skipa- skurðum með því að sökkva brezk- um skipum í mynni þeirra. Tækist þessi tilraun, mundu a.m.k. 30 tund- urskeytaskip verða úr leik það sem eftir var stríðsins. Kafbátastöðin Zeebrugge skyldi verða aðalskotmarkið. Út frá strönd- inni við Zeebrugge teygði sig hafn- argarður úr steini, og verndaði hann skipaskurðinn fyrir stormum Norðursjávar. Mestur hluti hafnar- garðsins var einnig risavaxin járn- brautarendastöð, og var birgðum skipað þaðan beint út í þýzku her- skipin. Stór hábrú úr stálgrindum tengdi svo skipakví þessa við ströndina, en stálgrindabrú þessi var jafnframt undirstaða járnbrautarteinanna og stöðvarinnar. Hafnargarðinum til verndar voru svo vélbyssur, gadda- vír og fimm stórar fallbyssur með- fram ströndinni, og drógu þær allt að 18 mílna vegalengd. HÆTTULEGT UPPÁTÆKI Keyes ætlaði að koma liði upp á hafnargarðinn til þess að villa um fyrir Þjóðverjum. En á meðan áttu þrjú gömul beitiskip að sigla með leynd inn í höfnina, og þeim átti að sökkva þvert fyrir mynni skipa- skurðarins. Það mátti alls ekki nota loftskeytatæki eða önnur merkja- kerfi, og allt varð að framkvæma á nákvæmlega réttum tíma í öllum smáatriðum, ætti tilraunin að tak- ast. Þýðingarmesti þátturinn í allri fyrirætluninni var samt alveg óút- reiknanlegur. Og það var veðrið. Það mátti ekki vera neitt tunglskin. Vindurinn átti að blása í áttina til strandar, svo að innrásarskipin gætu falið sig í reykmekki. Ætti að tak- ast að koma beitiskipunum inn í mynni skipaskurðarins, varð slíkt að gerast um háflóð, þegar stór- streymt var. En samt varð sjórinn að vera kyrr, svo að unnt reyndist að koma herliðinu upp á hafnar- garðinn. Úreltu beitiskipin Iphigenia, Sir- ius, Brilliant, Intrepid og Thetis voru nú skoðuð vandlega og yfir- farin. Komið var fyrir miklu sprengiefni í kili þeirra, sem var fylltur af steinsteypu. Sett var gerviþilfar í Vindictive og land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.