Úrval - 01.06.1968, Side 124

Úrval - 01.06.1968, Side 124
122 ÚRVAL blöðin og sagði, að þeim myndi öll- um hafa verið bjargað á morgun og það var ekki fyrr en hún gekk ein upp tröppurnar á húsi sínu að hún brast í grát. Næst segir frá Momsen, að hann snaraðist upp í flugvél í Washing- ton kl. 7,30 og flaug til Portsmouth. Vélin var lítil tveggja hreyfla vél og komst ekki áfram með meiri hraða en 150 mílum á klukkustund — og Momsen fannst seint ganga, en vonaði að hann kæmi þó ekki of seint. I fylgd með honum voru tveir læknar og kafari. Mennirnir fóru allir um borð í strandgæzlubát, þeg- ar þeir komu til Portsmouth. Það rigndi ákaft og Momsen skalf af kulda, því að hann hafði ekki gefið sér tíma til að klæðast skjólfatnaði, þegar hann rauk af stað frá Wash- ington heldur hafði farið eins og hann stóð á skrifstofunni, í léttum bómullarfötum með pananahatt. Það varð einhver til að lána honum ull- arfrakka. Þegar strandgæzlubátur- inn nálgaðist staðinn, sáust ljósin á skipunum fjórum, Sculpin, Wan- dank, Penacook og Chandler, þar sem þau lágu í hring, sem var um það bil 300 jardar í þvermál. Þau lágu öll fyrir akkerum og höfðu auga á baujunni, sem látin hafði verið út, þar sem Penacook festi í Sculpin. Tveir strandgæzlubátar ösl- uðu þarna fram og aftur og létu leitarljós sín leika um hafflötin inn- an þessa hrings. Momsen fór um borð í Sculpin, en þar var Cole aðmíráll, sem bað Momsen umsvifalaust að taka að sér stjórn björgunarinnar. Eftir að Penacook hafði fest í Squalus, eins og menn vonuðu að væri, þá var ekki mikið hægt að aðhafast fyrr en Falcon kæmi með björgunarklefann. Momsen hafði ekki hikað við að nota gervilungað til björgunar, þó að sjórinn væri kaldur, en nú var það ekki ráðlegt, þar sem 15 klukkustunda bið í kaf- bátnum hlaut að hafa dregið all- mikið úr þreki skipshafnarinnar. Falcon kom kl. 4.20 um nóttina, og það tók fimm klukkustundir að koma honum fyrir í þeirri aðstöðu, sem nauðsynlegt var, áður en björg- unartilraunir gætu raunverulega hafizt. Áhöfn sú sem aðstoðað hafði Momsen við tilraunir hans margar, hafði flogið frá Washington eins og Momsen sjálfur og voru þessir menn allir komnir um borð í Sculpin og kynntu þeir sér gerð skipsins, þar sem sá kafbátur var nákvæmlega eins og Squalos, Klukkan var orðin 10.14 um morguninn, þegar fyrsti kafarinn, maður að nafni Martin Sibitzky, klifraði yfir borðstokkinn á Penacook og lét sig síga niður eftir tauginni, sem Penacook hafði fest Squelus að haldið var. Momsen hafði stöðugt símasam- band við Martin, og Martin kafaði stöðugt dýpra — 50 fet ‘— 100 fet — 150 fet — 200 fet og enn hélt Martin áfram að láta sig síga. Loks sendi hann þau boð, að hann sæi kafbát- inn —■ stend á dekkinu á honum — er á bógnum — Monsen símaði niður: — Sérðu lúguna? Já, Martin sá hana, hann var rétt hjá henni. Það mátti kallast heppni og hún stór, að Penacook hafði ekki aðeins fundið Squalos með slóða sínum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.