Úrval - 01.06.1968, Blaðsíða 38
Pýramídarnir í Kush
Tvö þúsund árum eftir cið Egyptar hættu að
byggja pýramída, hélt lítið konungsríhi
fyrir sunnan þá áfram að byggja þá fyrír
honungsfjölshyldur sínar.
Eftir L. SPRAQUE DE CAMP
Allir þekkja pýramíd-
ana í Egyptalandi,
margir þekkj a pýramíd-
ana í Mexico og Peru,
en fáir vita að í Súdan
eru — eða voru eitt sinn — fleiri
pýramídar en í nokkru hinna land-
anna. Þeir voru grafhýsi konung-
anna í hinu forna Kush.
Ein þyrping pýramídanna stend-
ur þar sem hin forna höfuðborg
Meroe var við Níl í 150 mílna fjar-
lægð frá Khartum. Önnur þyrping
(sem skipt er í einingar) er við
Napata, sem er enn lengra upp með
ánni á miðri S-beygjunni, sem áin
tekur þar sem hún rennur gegn
um Núbíu. Fjöldi pýramídanna, sem
36
Science Digest
Þó aö þessir pýramídar séu smœrri en frœgustu pýramídar Egypta, eru þeir
samt stórkostlegir á aö líta, og á sumum þeirra má enn óljóst lesa sögu
Kush úr máöu myndletri.
reistir voru — þar með taldir þeir,
sem reistir voru fyrir skyldmenni
konungsfjölskyldunnar var um 230.
Flestir þeirra eru nú horfnir, því
bændurnir hafa tekið úr þeim steina
til eigin bygginga. En þó standast
sumir enn tímans tönn.
Fyrir fáum árum, þegar ég var í
Khartoum, fór ég í ferðalag til
Meroe til að skoða pýramídana þar.
Ég leigði mér jeppa og leiðsögu-
mann, sem var ungur Khartoumbúi,
Tejani að nafni, og lögðum við af
stað frá Khartoum klukkan 6 að
morgni í þennan 15 tíma leiðangur.
Er ég sá dauðan úlfalda liggjandi
meðfram veginum datt mér í hug,
að það eina sem mig vantaði í
vinnuherbergi mitt væri vel sólsteikt
hauskúpa af súdönskum úlfalda. Ég
reyndi því að útskýra málið fyrir
Tejani, en þar sem ég þekkti ekki
arabiska orðið yfir hauskúpu, sagð-
ist ég vilja haus úlfandans, rás al~
jamal. Tejani kvað það ofur einfalt.
Við skyldum stanza í Shendi, þar
sem ég gæti keypt úlfalda, sneitt af
honum hausinn og tekið með mér
heim. Konan mín gladdist ákaflega,
þegar ég fór ekki eftir þessu holl-
ráði.
Við komum til Meroe um tvöleyt-
ið í steikjandi sólarhita. Borgin var
ekkert annað en sandur, stráður