Úrval - 01.06.1968, Page 87

Úrval - 01.06.1968, Page 87
ALFRÆÐIORÐABÓK DIDEROTS 85 rannsókn væri lokið, eða nefndin komin að nokkurri niðurstöðu, tók ríkisráðið málið í sínar hendur. Með tilskipun sem gefin var út í marz 1759, var leyfið, sem gefið var 1746, tekið aftur, bönnuð sala á þeim bindum, sem búið var að prenta, og endurprentun bönnuð. Samt áttu orðabókarhöfundarnir vini á hæstu stöðum, og meðal þeirra var lögreglustjóri borgar- innar, de Sartine, og gat hann séð um það að þessi nýja tilskipun væri ekki haldin. Enda var haldið áfram að gefa út ný og ný bindi, eins og ekkert hefði í skorizt, og unnu að því fimmtíu höfundar að setja sam- an bindin, sem eftir voru og blátt bann lá við að gefin væru út. En greinin um Genf, og það sem af henni hlauzt: tilskipunin frá árinu 1759, hafði samt nokkur áhrif, og líklega ekki alllítil. Tvennt má nefna, sem mestu máli mun hafa skipt: Rousseau, sem lengi hafði alið með sér, ímyndaða sem raun- verulega, missætt við orðabókar- höfundana, gekk nú í flokk and- stæðinganna og fordæmdi orðabók- ina og höfunda hennar, og d’Alem- bert, sem var einn af aðalmönnun- um, dró sig í hlé og bar við þreytu og leiða á starfinu. Stóð þá Diderot liðfár uppi og hvíldi á honum allt hið erfiðasta. Yfirvöldin héldu áfram að sýna af sér fjandskap, og tók hann því þá ákvörðun að gefa út öll þau tíu bindi, sem eftir voru, í einu lagi, og var það mikið átak. Ekki var öllu aðkasti ennþá lok- ið, og árið 1764, þegar prentun síð- asta bindisins var að verða lokið, fékk Diderot þriðju próförk af grein sem hann hafði sjálfur skrifað. Þá sá hann sér til furðu og skelfing- ar, að textanum hafði verið vikið talsvert við, bæði í þessari grein og öðrum, og átti útgefandinn, Le Breton ,sökina, hafði hann strikað út allt, sem víst var að vekja mundi reiði klerkdóms eða ríkisvalds, eða hvorttveggja. En samt dugði þetta ekki Le Breton til sýknunar í þeirra augum, og var hann tekinn höndum og settur í ríkisfangelsið, Bastíuna, í júlí 1766, en ekki sat hann þar lengi. Diderot og samstarfsmönnum hans var orðabókin opinber yfir- lýsing um stefnu þeirra, nokkurs konar trúarjátning, og ekki farið í launkofa með andstöðu gegn yf- irvöldunum, heldur var þeim stork- að með glöðu geði, en öðru máli gegndi um útgefandann, Le Breton. Honum var þetta fyrirtæki sem hver önnur bókaútgáfa, ef til vill í veglegasta lagi, en fyrst og fremst sem útgáfufyrirtæki. Höfundar ritsins vildu mjög gjarna fá tæki- færi til að standa fyrir máli sínu, en útgefendunum var það mest í mun að sem minnst bæri á útgáf- unni, og að hún yrði fyrir sem minnstum afskiptum af ríkisvald- inu, svo að fé það, sem þeir höfðu lagt fram til útgáfunnar, glataðist ekki, heldur kæmi aftur með rent- um. Diderot brást svo reiður við afskiptum Bretons, að við sjálft lá að hann hætti við útgáfu bindis- ins, og hellti óbótaskömmum yfir Le Breton. En við þessu varð ekki gert úr því sem komið var, og lét hann til leiðast að ganga frá bind- inu til fulls, en lét það ekki liggja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.