Úrval - 01.06.1968, Side 24
22
ÚRVAL
Til skamms tíma voru þeir taldir
um milljón ára gamlir, en nýjustu
aldursákvarðanir benda til, að þeir
séu að minnst kosti sumir yfir
tveggja milljón ára gamlir, eða frá
því er ísöld var að hefjast norðar
á jörðu. Raunar má finna háþrosk-
uð dýr, sem nokkuð svipar til
manna, í mun eldri lögum frá Af-
ríku og frá Indlandi, og vilja sum-
ir túlka þessa fundi þannig, að
stofn sá, er menn þróuðust af, hafi
greinzt frá ættmeiði apa fyrir a.m.
k. 14 milljónum ára.
Hálfmennirnir hafa hlotið ýmis
fræðinöfn. Sá, sem fyrst fannst,
var kallaður Australopithecus eða
suðurapinn, en höfuðkúpa barns
af þessari tegund fannst árið 1924
í Suður-Afríku. Síðan hafa margir
vísindamenn velt vöngum yfir leif-
um þessara manna — eða dýra —
svo sem suður-afrísku fræðimenn-
irnir Raymond Dart, Robert Broom
og John Talbot Robinson, og enski
mannfræðingurinn L. S. B. Leakey
og kona hans.
Frumstæð verkfæri hafa fundizt
hjá beinum sumra hálfmanna og
sviðin bein, sem benda til kunn-
áttu í meðferð elds. Ýmsir vísinda-
menn hallast þó að því, að heila-
bú hálfmanna sé of vanþroskað til
þess að þeir hafi hugsanlega gert
verkfærin eða kveikt eldinn. Ný-
lega fundu Leakeyhjón leifar mun
þroskaðri manns í Afríku, sem kall-
aður hefur verið Homo habilis.
Rannsókn á þessum leifum er
hvergi nærri lokið og lítið enn um
þær birt. Nýlega hefur Leakey þó
getið. þess til, að menningarleifar
þær, sem kenndar eru hálfmönn-
um, séu í raun og veru menjar
Homo habilis, er iifað hafi sam-
tímis hálfmönnum og á sömu slóð-
um. Slíkum tilgátum ber vitanlega
að taka með varúð, unz frekari at-
huganir hafa farið fram.
Að lokum má geta þess, að eng-
inn fræðimaður telur, að menn geti
rakið ættir til apa, heldur er álit
manna, að menn og æðri apar séu
komnir af sameiginlegum stofni
prímata. Svo sem ég hef nú rakið,
er margt á huldu um þennan stofn,
svo sem það, hvar og hvenær þró-
un dýrs í mann hefur farið fram.
En vísindamenn glíma við þessi
vandamál, og leit þeirra á eflaust
eftir að leiða margt nýtt og fróð-
legt í ljós.
Þaö skiptir einmitt máli.
Þú ert aðeins einn af milljónum, og því ættirðu þá að vera að hafa
fyrir því aö segja álit þitt á hlutunum, að blanda þér í mál, sem þú
getur leitt hjá þér, að taka afstöðu? Þýzki höfundurinn Hans Habe
svarar þessu á eftirfarandi hátt: „Veröldin er 1% góð, 1% vond og
98% hlutlaus. Og því er breytni hvers einstaklings þýðinganmikil."
Executives ’Digest.