Úrval - 01.06.1968, Side 19

Úrval - 01.06.1968, Side 19
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓIJN . . . 17 Frumstaett froskdýr, Ichthyostega, elzta landhryggdýr, sem varðveitzt hefur; leifar fiess fundust á Grœnlandi í lögum frá devontímabili fornlífsaldar. skyldir hinum elztu froskdýrum, enda algengir í jarðlögum frá forn- lífsöld. Til skamms tíma héldu menn, að handuggar væru aldauða fyrir tug- milljónum ára, en árið 1938 veidd- ist stór fiskur, hálfur annar metri á lengd, út af austurströnd Suður- Afríku. Þessi fiskur, nefndur blá- fiskur vegna litarins, reyndist vera handuggi. Því miður var innyflum hins fyrsta bláfisks fleygt, en fleiri fiskar af þessari gerð hafa síðan veiðzt á þessum slóðum. Er leið á fornlífsöld, þróuðust landhryggdýrin frekar. Froskdýrin eru raunar ekki fullkomin landdýr: þau lifa hálfa ævina í vatni sem lirfur með tálkn og þola auk þess fæst að vera svo lengi á þurru, að húðin þorni. Froskdýr fornlífsald- ar urðu mjög stórvaxin, þau er lifðu á svo nefndu steinkolatímabili, í stórvöxnum skógum burkna, elft- inga og jafna, er síðan hafa á nokkr- um stöðum ummyndazt í steinkol undir fargi jarðlaga. Á miölífsöld sem tekur við af forn- lífsöld og stendur frá því fyrir um 200 milljón árum þar til fyrir um 70 milljón árum, hurfu hin stór- vöxnu froskdýr, en í þeirra stað breiddust út skriðdýr, fullkomin landdýr, er sum urðu mun stærri en hin stórvöxnustu froskdýr. í stað burknagróðurs síðfornlífsaldar uxu nú skógar berfrævinga. Skriðdýr miðlífsaldar voru mörg hin furðu- legustu: svo nefndar trölleðlur voru sumar liðugir 20 metrar að lengd, og þyngd hinna bolmestu hefur ver- ið áætluð ein 30 tonn. Eru þetta stærstu landdýr, sem sögur fara af. Sum skriðdýrin leituðu aftur út í vatnið, en önduðu þó með lungum: hvaleðlur og svaneðlur, en önnur — flugeðlur eða fingurvængjur — flugu um með strengdri flughúð — að mestu aftur af einum heljar- löngum fingri. Á miðlífsöld koma fram frumstæð spendýr, en þeirra gætir ekki að neinu gagni fyrr en á næstu öld, nýlífsöld. Á miðlífsöld koma einnig fram hinir fyrstu fugl- ar, eðlufuglar, en bæði fuglar og spendýr hafa þróazt af skriðdýrum. Nýlífsöld, öld fugla og spendýra, stendur frá því fyrir um 70 milljón- um ára. Seint á miðlífsöld fer að bera á dulfrævingum, en berfræv- ingum fækkar að sama skapi. Dul- frævingarnir eru ríkjandi plöntur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.