Úrval - 01.06.1968, Side 19
ÞRÓUN LÍFSINS OG ÞRÓIJN . . .
17
Frumstaett froskdýr, Ichthyostega, elzta landhryggdýr, sem varðveitzt hefur;
leifar fiess fundust á Grœnlandi í lögum frá devontímabili fornlífsaldar.
skyldir hinum elztu froskdýrum,
enda algengir í jarðlögum frá forn-
lífsöld.
Til skamms tíma héldu menn, að
handuggar væru aldauða fyrir tug-
milljónum ára, en árið 1938 veidd-
ist stór fiskur, hálfur annar metri
á lengd, út af austurströnd Suður-
Afríku. Þessi fiskur, nefndur blá-
fiskur vegna litarins, reyndist vera
handuggi. Því miður var innyflum
hins fyrsta bláfisks fleygt, en fleiri
fiskar af þessari gerð hafa síðan
veiðzt á þessum slóðum.
Er leið á fornlífsöld, þróuðust
landhryggdýrin frekar. Froskdýrin
eru raunar ekki fullkomin landdýr:
þau lifa hálfa ævina í vatni sem
lirfur með tálkn og þola auk þess
fæst að vera svo lengi á þurru, að
húðin þorni. Froskdýr fornlífsald-
ar urðu mjög stórvaxin, þau er lifðu
á svo nefndu steinkolatímabili, í
stórvöxnum skógum burkna, elft-
inga og jafna, er síðan hafa á nokkr-
um stöðum ummyndazt í steinkol
undir fargi jarðlaga.
Á miölífsöld sem tekur við af forn-
lífsöld og stendur frá því fyrir um
200 milljón árum þar til fyrir um
70 milljón árum, hurfu hin stór-
vöxnu froskdýr, en í þeirra stað
breiddust út skriðdýr, fullkomin
landdýr, er sum urðu mun stærri
en hin stórvöxnustu froskdýr. í stað
burknagróðurs síðfornlífsaldar uxu
nú skógar berfrævinga. Skriðdýr
miðlífsaldar voru mörg hin furðu-
legustu: svo nefndar trölleðlur voru
sumar liðugir 20 metrar að lengd,
og þyngd hinna bolmestu hefur ver-
ið áætluð ein 30 tonn. Eru þetta
stærstu landdýr, sem sögur fara af.
Sum skriðdýrin leituðu aftur út í
vatnið, en önduðu þó með lungum:
hvaleðlur og svaneðlur, en önnur —
flugeðlur eða fingurvængjur —
flugu um með strengdri flughúð —
að mestu aftur af einum heljar-
löngum fingri. Á miðlífsöld koma
fram frumstæð spendýr, en þeirra
gætir ekki að neinu gagni fyrr en
á næstu öld, nýlífsöld. Á miðlífsöld
koma einnig fram hinir fyrstu fugl-
ar, eðlufuglar, en bæði fuglar og
spendýr hafa þróazt af skriðdýrum.
Nýlífsöld, öld fugla og spendýra,
stendur frá því fyrir um 70 milljón-
um ára. Seint á miðlífsöld fer að
bera á dulfrævingum, en berfræv-
ingum fækkar að sama skapi. Dul-
frævingarnir eru ríkjandi plöntur